Úrval - 01.02.1968, Blaðsíða 88
86
ÚRVAL
MESTU MISTÖK HITLERS
Sovézka einræðisríkið hafði verið
að ala upp nýja kynslóð í sinni
eigin miskunnarlausu mynd í næst-
um aldarfjórðung. Þetta var risa-
vaxið fyrirtæki á því sviði, er mætti
nefna „mannræktarverkfræði", og
framleiðsluvara sú, sem stefnt var
að, var „nýr Sovétmaður“. Og svo
ruddust nazistar inn í Rússland í
júní árið 1941, og rússnesku for-
ystumennirnir viðurkenndu tafar-
laust, að „mannræktartilraun" þessi
hafði mistekizt.
Það hefði mátt búast við því, að
á þessari hættustund hefði Kreml-
stjórnin hvatt þjóðina til þess að
leggja upp í krossför til varnar
kommúnisku þjóðfélagi. En þess í
stað voru slík orð sem „sósíalismi“
og „kommúnismi“ næstum þurrk-
uð burt úr öllum opinberum
áróðri. Nöfnin Marx og Lenin
heyrðust nú sjaldan nefnd. Sovézk-
um vígorðum var sópað til hliðar,
og þjóðin var fullvissuð um, að
hún væri að heyja mikið föður-
landsstríð til verndar þjóðerni sínu
og ættjörð, en ekki kommúniskt
stríð. Og sterkasta vísbendingin í
þessu efni er sú staðreynd, að nú
urðu trúarbrögðin ekki aðeins lög-
leg á nýjan leik, heldur nutu þau
einnig virðingar. Barátta gegn
guðsorði var nú bönnuð. Kirkju-
klukkurnar, sem höfðu svo lengi
verið þöglar, klingdu nú á nýjan
leik, jafnvel í útvarpinu.
Ástæðan fyrir þessari skyndilegu
breytingu var augljós. Allt frá
fyrstu stund þýzku innrásarinnar
hafði ástandið orðið stórhættulegt
fyrir kommúnista. Á 1500 mílna
langri víglínu geystust Þjóðverjar
inn í Rússland með leifturhraða,
er sovézkir herir leystust upp á
flótta og í allsherjaruppgjöf. Þjóð-
verjar höfðu ekki undan að reisa
gaddavírsgirðingar utan um millj-
ónir hertekinna hermanna og lið-
hlaupa. Það var erfitt að þekkja
þá í sundur, vegna þess að vörnin
var svo máttlítil. Innrásarliðið tók
næstum 4 milljónir fanga fyrstu
fjóra mánuðina. Þegar Rússum tókst
loks að stöðva hina nazisku hol-
skeflu, er æddi inn yfir Rússland,
höfðu Þjóðverjar náð yfirráðum yf-
ir þriðjungi sovézku þjóðanna, og
var þar um að ræða svæði, sem
var nokkrum sinnum stærra en
Frakkland.
Stjórnin hafði „ótal eyru og
augu“ á öllum mögulegum stöð-
um, og henni var það því ekkert
leyndarmál, að þúsundir höfðu
beðið þess heitt, að það skylli á
stríð, þar sem slíkt yrði bezta tæki-
færi þeirra til þess að varpa af sér
þrældómsokinu. Það var einmitt
ótti Kremlstjórnarinnar við fólkið
á ófriðartímum, sem hafði að miklu
leyti leitt af sér bandalag Stalíns
við Hitler. En raunveruleikinn fór
samt langt fram úr hinum verstu
hrakspám.
Þýzki blaðamaðurinn Jurgen
Thorwald, sem hefur skrifað mik-
ið um hernað Þjóðverja í Austur-
Evrópu, talar um „hina ósviknu
gleði, sem fólkið sýndi alls staðar,
þegar það tók á móti þýzku her-
mönnunum, sem sóttu inn í héruð
þess“. í borgum jafnt og bæjum
kom fólkið á vettvang með brauð
og salt, sem eru hin fornu slavnesku