Úrval - 01.02.1968, Blaðsíða 88

Úrval - 01.02.1968, Blaðsíða 88
86 ÚRVAL MESTU MISTÖK HITLERS Sovézka einræðisríkið hafði verið að ala upp nýja kynslóð í sinni eigin miskunnarlausu mynd í næst- um aldarfjórðung. Þetta var risa- vaxið fyrirtæki á því sviði, er mætti nefna „mannræktarverkfræði", og framleiðsluvara sú, sem stefnt var að, var „nýr Sovétmaður“. Og svo ruddust nazistar inn í Rússland í júní árið 1941, og rússnesku for- ystumennirnir viðurkenndu tafar- laust, að „mannræktartilraun" þessi hafði mistekizt. Það hefði mátt búast við því, að á þessari hættustund hefði Kreml- stjórnin hvatt þjóðina til þess að leggja upp í krossför til varnar kommúnisku þjóðfélagi. En þess í stað voru slík orð sem „sósíalismi“ og „kommúnismi“ næstum þurrk- uð burt úr öllum opinberum áróðri. Nöfnin Marx og Lenin heyrðust nú sjaldan nefnd. Sovézk- um vígorðum var sópað til hliðar, og þjóðin var fullvissuð um, að hún væri að heyja mikið föður- landsstríð til verndar þjóðerni sínu og ættjörð, en ekki kommúniskt stríð. Og sterkasta vísbendingin í þessu efni er sú staðreynd, að nú urðu trúarbrögðin ekki aðeins lög- leg á nýjan leik, heldur nutu þau einnig virðingar. Barátta gegn guðsorði var nú bönnuð. Kirkju- klukkurnar, sem höfðu svo lengi verið þöglar, klingdu nú á nýjan leik, jafnvel í útvarpinu. Ástæðan fyrir þessari skyndilegu breytingu var augljós. Allt frá fyrstu stund þýzku innrásarinnar hafði ástandið orðið stórhættulegt fyrir kommúnista. Á 1500 mílna langri víglínu geystust Þjóðverjar inn í Rússland með leifturhraða, er sovézkir herir leystust upp á flótta og í allsherjaruppgjöf. Þjóð- verjar höfðu ekki undan að reisa gaddavírsgirðingar utan um millj- ónir hertekinna hermanna og lið- hlaupa. Það var erfitt að þekkja þá í sundur, vegna þess að vörnin var svo máttlítil. Innrásarliðið tók næstum 4 milljónir fanga fyrstu fjóra mánuðina. Þegar Rússum tókst loks að stöðva hina nazisku hol- skeflu, er æddi inn yfir Rússland, höfðu Þjóðverjar náð yfirráðum yf- ir þriðjungi sovézku þjóðanna, og var þar um að ræða svæði, sem var nokkrum sinnum stærra en Frakkland. Stjórnin hafði „ótal eyru og augu“ á öllum mögulegum stöð- um, og henni var það því ekkert leyndarmál, að þúsundir höfðu beðið þess heitt, að það skylli á stríð, þar sem slíkt yrði bezta tæki- færi þeirra til þess að varpa af sér þrældómsokinu. Það var einmitt ótti Kremlstjórnarinnar við fólkið á ófriðartímum, sem hafði að miklu leyti leitt af sér bandalag Stalíns við Hitler. En raunveruleikinn fór samt langt fram úr hinum verstu hrakspám. Þýzki blaðamaðurinn Jurgen Thorwald, sem hefur skrifað mik- ið um hernað Þjóðverja í Austur- Evrópu, talar um „hina ósviknu gleði, sem fólkið sýndi alls staðar, þegar það tók á móti þýzku her- mönnunum, sem sóttu inn í héruð þess“. í borgum jafnt og bæjum kom fólkið á vettvang með brauð og salt, sem eru hin fornu slavnesku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.