Úrval - 01.02.1968, Side 92

Úrval - 01.02.1968, Side 92
90 ÚRVAL borga allt andvirðið fyrirfram og er um leið skrifaður á biðlista. Volgabifreið af fjölskyldustærð, sem er venjulegasta bifreiðin, kost- ar um 2240 sterlingspund eða þriggja ára laun fremur vellaun- aðs starfsmanns úr miðstéttunum. Það verður að borga fyrir bifreiðina fyrirfram, og biðtíminn getur svo orðið allt að 5 árum. Næstum 50% launþega í Sovét- ríkjunum eru konur, vegna þess að karlmaðurinn í fjölskyldunni getur mjög sjaldan alið önn fyrir fjölskyldunni af sínum lágu laun- um. f áróðri kommúnista hefur ver- ið gert mikið úr hinu „nýja jafn- rétti“ sovézkra kvenna, en þær njóta samt engra fleiri sérréttinda en kynsystur þeirra á Vesturlönd- um, nema hægt sé að flokka það sem kvenréttindi að fá að vinna við að bera trjáboli, grafa skurði, sópa götur og sjá um eldofna í stálsmiðj- um. Vinna kvenna í kolanámum var bönnuð í Englandi árið 1842. Rúmri öld síðar gorta sovézk dag- blöð af hinum miklu afköstum kvenna í kolanámum. Húsnæði er átakanlega ófull- nægjandi. Hundruð þúsunda af verkamönnum búa enn í lélegum vinnuskálum nálægt iðjuverum, og þar er allt krökkt af meindýrum. í byrjun þessa áratugs var gert ráð fyrir einu herbergi fyrir hverja fjölskyldu, hvað mestan hluta nýs húsnæðis snerti, en sameiginlegu eldhúsi fyrir hverjar þrjár fjöl- skyldur. Gæði þessa nýja húsnæð- is eru ofboðslega léleg. Sovétmenn tala um það í gamni sem „skyndi- fornminjar“. (A sumar nýju bygg- ingarnar voru strengd net af ör- yggisástæðum, vegna þess að múr- steinar duttu oft úr þeim. Það er aðeins nýverið, að hætt er að nota net þessi). f mörgum stórborgum er biðtíminn fyrir nýtt húsnæði um 5 ár. Tölur geta vart gefið hugmynd um allar þær skapraunir, sem ástand þetta hefur í för með sér fyrir hinn almenna borgara. Fólk beitir klækjabrögðum, rífst og skammast út af nokkrum fetum húsnæðis og fer jafnvel með slík mál fyrir dómstólana. Nágrannar eru kærðir fyrir lögreglunni og sagðir vera hættulegir. Er þetta gert í þeirri von, að takast megi að krækja í húsnæði þeirra, ef þeir verði teknir burt og fluttir í fanga- búðir. Skilin hjón neyðast oft til þess að halda áfram að búa í sama herberginu, stundum jafnvel ásamt nýja makanum eða mökunum, og er þá tjald eitt, sem aðskilur. Viðskiptavinurinn í Sovétríkjun- um hefur alltaf á röngu að standa. Það er farið illa með hann á allan hátt. Hann er blekktur og haft af honum fé, og má hann þola hvað eina til þess að fá vöruna. Mán- uðum saman tekst honum kannske ekki að næla sér í rakvélablöð, raf- magnsperur, rúmlök eða koddaver. Á hverjum degi verður hinn rússneski borgari að stríða við alls kyns hindranir, lögreglueftirlit, vegabréfseftirlit, starfsbókaeftirlit. Hann eyðir miklum tíma í að standa í löngum biðröðum eða sitja í öm- urlegum biðstofum leiðra og hroka- fullra embættismanna til þess að sækja um alls konar skilríki, inn-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.