Úrval - 01.02.1968, Side 94

Úrval - 01.02.1968, Side 94
92 ÚRVAL afrakstur fyrir aukna framleiðslu og framleiðni, eða gera slík áhrif að engu. Hann minnist á forstjóra ríkisfyrirtækja, sem hafi ekki til að bera reynslu í tæknilegum efn- um í hlutfalli við mikil stórnmála-' leg áhrif sín. Loebel fer fram á sam- keppnismarkað í gervallri Tékkó- slóvakíu. Þessi orð voru höfð eftir tékk- neskum hagfræðingi árið 1965: ,,Ég held ekki, að stjórnmálamenn okk- ar geri sér grein fyrir því enn þá, að þær efnahagslegu endurbætur, sem þeir hafa með hálfum huga samþykkt að gera, munu aðeins takast, ef þær þróast þannig, að þær verði að byltingu, sem mun feykja burt stjórnmálalegum og efnahagslegum trúarskoðunum manna." Sovézku leiðtogarnir gera sér einmitt grein fyrir þessu, og þeir horfast því í augu við hroðalegt vandamál, sem veldur þeim mik- illi sálarkvöl. Það var einmitt af þessari ástæðu, að flokksþing kom- múnistaflokksins, sem haldið var árið 1966, lýsti því yfir, að gerðar yrðu nokkrar tilraunir til „mark- aðssósíalisma“, samþykkti jafnframt því að styrkja og efla stjórnmála- legan rétttrúnað og herða á öllum þeim reglum, boðum og bönnunv sem giltu um flokkinn, svo að hann mætti styrkjast og eflast. Hver ræðumaðurinn á fætur öðrum lagði áherzlu á, að stjórnmálin stæðu efnahagsmálunum ofar og fyrst og fremst skyldi tekið tillit til þeirra. Khrushchev hafði komið á frjáls- legri reglum um inntöku í komm- únistaflokkinn, en nú voru þær af- numdar að nýju og strangari reglur settar. Flokksþingið bar augsýni- lega vantraust til hinnar ákaflyndu æsku, því að það samþykkti, að nú skyldi aldurstakmark nýrra flokks- meðlima ekki lengur vera 21 ár heldur 24. Þeir Brezhnev og Kosy- gin hafa séð svo um, að menn gerðu sér grein fyrir því, að hinum efna- hagslegu endurbótum mun fylgja mótvægi, að allt muni verða gert til þess að verja áframhaldandi stjórn forvígismannanna og hins út- valda embættismannaliðs. SOVÉZKA YFIRSTÉTTIN „Þeir þjóta um borgina í bifreið- um með tjöld fyrir gluggum og einkabílstjóra við stýrið. Þeir ganga í klæðskerasaumuðum fötum og konur þeirra í Parísarfatnaði. Þeir gæða sér á alls kyns lostæti, jafn vel á þeim árstímum, þegar erfitt er að ná í slíkt.“ Þetta er lýsing skemmtiferðamanns eins, sem er nýkominn frá Rússlandi, „Þeir“ eru mennirnir, sem tilheyra hinum ýmsu „útvöldu“ forréttindastéttum í Sovétríkjunum. Aðeins það ríki, er væri laust við allar mótsagnir, gæti vonazt til að framkvæma í verki þá goðsögn, að Sovétríkin séu „stéttlaust þjóð- félag“. Stalín lýsti því yfir á fjórða áratug aldarinnar, að þetta væri lygi, en samt gorta þeir almennt af slíku enn þann dag í dag. En það, sem fyrir augun ber, er aftur á móti þjóðfélag, þar sem ríkir geysilegt bil milli ríkra og fátækra. Þar er um að ræða skort annars vegar og forréttindin hins vegar, líkt og í öllum öðrum löndum, en
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.