Úrval - 01.02.1968, Síða 98

Úrval - 01.02.1968, Síða 98
96 ÚRVAL valdhafarnir í Budapest skotið bók- menntamennina, sem fremstir stóðu í andspyrnuhreyfingunni. Hann hót- aði sovézkum rithöfundum öllu illu, ef þeir hegðuðu sér ekki vel, og bætti síðan við með hörkulegum rómi: „Hönd mín mun ekki skjálfa." Áheyrendur hans gátu ekki ef- azt um, að það fylgdi full alvara þessari aðvörun hans. Það voru að- eins nokkrir mánuðir síðan Khrush- chev hafði sent hundruð skriðdreka inn í Ungverjaland til þess að brjóta uppreisnina á bak aftur. Síðan rændi KGB, leynilögreglan hans, tugþúsundum ungra frelsishetja og flutti þá nauðungarflutningum í sovézkar fangabúðir, þar sem marg- ir þeirra hírast ennþá. Trúarbragðaofsóknirnar hafa aukizt, síðan Stalín lézt. Kirkjum, klaustrum og bænahúsum Múha- meðstrúarmanna hefur verið lokað undir ýmsu yfirskyni. Þeim fækk- aði um helming á árunum 1958 til 1964. Lögum, sem banna trúar- bragðakennslu barna, er stranglega framfylgt. Sovézku blöðin skýra frá því með stolti, að börn, sem búi á „óhollum“ heimilum, séu tekin frá foreldrum sínum, og er þar venju- lega átt við heimili, þar sem trúar- brögð eru í heiðri höfð. Kremlstjórnin hefur notfært sér hið gamla bragð Nikulásar 1. Rússa- keisara og látið úrskurða marga af gagnrýnendum sínum „brjálaða“, bæði rithöfunda, námsmenn og vís- indamenn, og lokað þá síðan inni á geðveikrahælum. Hundruðum ann- arra hefur verið varpað í fangelsi, án þess að þeir hafi verið yfirheyrð- ir og dæmdir opinberlega. Hið nýja andrúmsloft í Sovétríkj- unum virðist einkennast af meiri mildi en áður, en þó eingöngu ef miðað er við verstu tímabilin á rík- isstjórnarárum Stalíns. Milljónum fanga hefur verið sleppt úr fanga- búðunum síðan 1953, en samt skipta þeir hundruðum þúsunda, sem eru í fangelsum og fangabúðum vegna stjórnmálaskoðana sinna. Það er þýðingarmikil vísbending, að stjórnin hefur aldrei gefið opin- bera skýrslu um þrælkunarvinnu- kerfi sitt. En árið 1965 var gefin út ýtarleg skýrsla í Múnchen, grund- völluð á viðtölum við þrælkunar- verkamenn, sem sleppt hafði verið lausum, þ.e. þá, sem ekki voru rússneskir þegnar. Var þar um að ræða Pólverja, Þjóðverja, Ungverja og fólk af fleiri þjóðernum. Þessi viðtöl leiddu í ljós, að í Sovétríkj- unum voru enn til 225 fangabúðir af gamla taginu í upphafi þessa áratugs. í sumum þeirra voru allt að 8.000 fangar. Þetta voru fyrst og fremst fangabúðir fyrir útlendinga, og því er það augljóst, að hér er aðeins um að ræða lítið brot af öllu fangabúðakerfinu. Því hefur verið haldið fram, að enda þótt hið aukna frjálsræði, sem við tók eftir valdatíma Stalíns, sé takmarkað, þá sýni það þó þróun „í rétta átt“. En það er samt stað- reynd, að ekkert hefur breytzt í grundvallaratriðum, þótt stjórnin hafi verið á stöðugu flökkti milli aukinnar undanlátssemi og aukinn- ar hörku. Það er ekki ástæða til þess að trúa því, að Rússar hafi öðlazt auk- ið tjáningarfrelsi, fyrr en yfirvöld-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.