Úrval - 01.02.1968, Síða 98
96
ÚRVAL
valdhafarnir í Budapest skotið bók-
menntamennina, sem fremstir stóðu
í andspyrnuhreyfingunni. Hann hót-
aði sovézkum rithöfundum öllu illu,
ef þeir hegðuðu sér ekki vel, og
bætti síðan við með hörkulegum
rómi: „Hönd mín mun ekki skjálfa."
Áheyrendur hans gátu ekki ef-
azt um, að það fylgdi full alvara
þessari aðvörun hans. Það voru að-
eins nokkrir mánuðir síðan Khrush-
chev hafði sent hundruð skriðdreka
inn í Ungverjaland til þess að brjóta
uppreisnina á bak aftur. Síðan
rændi KGB, leynilögreglan hans,
tugþúsundum ungra frelsishetja og
flutti þá nauðungarflutningum í
sovézkar fangabúðir, þar sem marg-
ir þeirra hírast ennþá.
Trúarbragðaofsóknirnar hafa
aukizt, síðan Stalín lézt. Kirkjum,
klaustrum og bænahúsum Múha-
meðstrúarmanna hefur verið lokað
undir ýmsu yfirskyni. Þeim fækk-
aði um helming á árunum 1958 til
1964. Lögum, sem banna trúar-
bragðakennslu barna, er stranglega
framfylgt. Sovézku blöðin skýra frá
því með stolti, að börn, sem búi á
„óhollum“ heimilum, séu tekin frá
foreldrum sínum, og er þar venju-
lega átt við heimili, þar sem trúar-
brögð eru í heiðri höfð.
Kremlstjórnin hefur notfært sér
hið gamla bragð Nikulásar 1. Rússa-
keisara og látið úrskurða marga af
gagnrýnendum sínum „brjálaða“,
bæði rithöfunda, námsmenn og vís-
indamenn, og lokað þá síðan inni á
geðveikrahælum. Hundruðum ann-
arra hefur verið varpað í fangelsi,
án þess að þeir hafi verið yfirheyrð-
ir og dæmdir opinberlega.
Hið nýja andrúmsloft í Sovétríkj-
unum virðist einkennast af meiri
mildi en áður, en þó eingöngu ef
miðað er við verstu tímabilin á rík-
isstjórnarárum Stalíns. Milljónum
fanga hefur verið sleppt úr fanga-
búðunum síðan 1953, en samt skipta
þeir hundruðum þúsunda, sem eru í
fangelsum og fangabúðum vegna
stjórnmálaskoðana sinna.
Það er þýðingarmikil vísbending,
að stjórnin hefur aldrei gefið opin-
bera skýrslu um þrælkunarvinnu-
kerfi sitt. En árið 1965 var gefin út
ýtarleg skýrsla í Múnchen, grund-
völluð á viðtölum við þrælkunar-
verkamenn, sem sleppt hafði verið
lausum, þ.e. þá, sem ekki voru
rússneskir þegnar. Var þar um að
ræða Pólverja, Þjóðverja, Ungverja
og fólk af fleiri þjóðernum. Þessi
viðtöl leiddu í ljós, að í Sovétríkj-
unum voru enn til 225 fangabúðir
af gamla taginu í upphafi þessa
áratugs. í sumum þeirra voru allt
að 8.000 fangar. Þetta voru fyrst og
fremst fangabúðir fyrir útlendinga,
og því er það augljóst, að hér er
aðeins um að ræða lítið brot af öllu
fangabúðakerfinu.
Því hefur verið haldið fram, að
enda þótt hið aukna frjálsræði, sem
við tók eftir valdatíma Stalíns, sé
takmarkað, þá sýni það þó þróun
„í rétta átt“. En það er samt stað-
reynd, að ekkert hefur breytzt í
grundvallaratriðum, þótt stjórnin
hafi verið á stöðugu flökkti milli
aukinnar undanlátssemi og aukinn-
ar hörku.
Það er ekki ástæða til þess að
trúa því, að Rússar hafi öðlazt auk-
ið tjáningarfrelsi, fyrr en yfirvöld-