Úrval - 01.02.1968, Qupperneq 100

Úrval - 01.02.1968, Qupperneq 100
98 vegna þarfa sinna og græðgi, og leppríkjunum er hegnt með alls kyns álögum. Rússland hefur sannarlega ekki gefið alheimsveldisdrauma sína upp á bátinn. Það hefur stuðlað að „borgarastyrjöldum" og „frelsis- stríðum“ í íran og Grikklandi, á Malakkaskaga, Filippseyjum og í Kongó. Það gerðist hvatamaður stríðsins í Suðtu'-Kóreu ásamt Kína (sem laut þá áhrifum Moskvu). Það hratt mannkyninu frám á barm kjarnorkustríðs með því að lauma flugskeytum til Kúbu. Það vopnaði Araba og hvatti þá í tilraun þeirra til þess að eyðileggja fsrael. En þrátt fyrir allt þetta hafa Sovétríkin haldið uppi stöðugum á- róðri til viðhalds þeirri goðsögn, að þau vinni eingöngu í friðarþágu. í orðabók kommúnista á orðið frið- ur auðvitað ekkert skylt við ró og kyrrð eða friðarstefnu. Það þýðir aðeins áframhald stríðs með hjálp einhvers annars en hernaðarstyrks. „Friðsamlegt sambýli (samtil- vera),“ hefur t. d. verið skilgreint af einum kommúnistaleiðtoga sem „áköf barátta, þar sem sósíalisminn gerir óaflátanlegar árásir, en kapí- talisminn bíður hvern ósigurinn á fætur öðrum.“ En í eyrum okkar hljómar kjör- orðið „friðsamleg samtilvera," sem loforð um að leyfa hinum aðilanum að lifa sínu lífi án afskipta, og kjör- orð þetta hefur líka skapað furðu- legar hugmyndir í hugum sumra manna á Vesturlöndum. Ein hin furðulegasta er hugmyndin inn samruna", en samkvæmt hugmynd þessari færist kommúnisminn og ÚRVAL kapítalisminn á átt til samvinnu sín í milli. Á grundvelli þessarar hugmynd- ar hefur svo þróazt kenning ein, sem nú er mikið í tízku. Hún er fólgin í því, að „byggja skuli brýr“ yfir til hins kommúniska heims með hjálp verzlunar og viðskipta, sem byggjast á löngum lánum. Áhang- endur þessarar kenningar halda því fram, að það muni flýta fyrir efna- hagslegum endurbótum og stjórn- málalegri þíðu innan hins kommún- iska bandalags, ef kommúnistaríkin fái greiðan aðgang að vélum og tæknikunnáttu hinna vestrænu ríkja. En brúarsmiðir þessir skeyta engu um árangurinn af einni slíkri tilraun, sem hefur þegar verið gerð. Þar er um að ræða bandaríska efna- hagsaðstoð við Pólland, sem hefur þegar kostað 500 milljónir doljara og staðið í heilan áratug. Þeir, sem fylgzt hafa með árangrinum, lýsa yfir því, að einu afleiðingarnar hafi orðið þær, að stjórnin í Varsjá hafi sýnt enn meiri þjónslund gagnvart Kremlstjórninni og að ekki sé leng- ur um að ræða „aukið frelsi“ í innanlandsmálum Póllands, heldur stefni þróunin nú í þveröfuga átt. Kremlstjórnin heyr nú harða bar- áttu til þess að ná fullum yfirráð- um yfir öllum kommúniskum neð- anjarðarhreyfingum og kommún- istaflokkum í ríkjum utan hins kommúniska heims. Hún styður landvinningastyrjöld í Víetnam og heldur uppi geysilegu kerfi alþjóð- legs áróðurs og njósna. Byltingar- skólar í Moskvu, Prag, Havana og öðrum miðstöðvum kommúnista, þjálfa nú fleiri skæruhernaðarsér-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.