Úrval - 01.02.1968, Page 111

Úrval - 01.02.1968, Page 111
ROBINSON KRÚSÓ 109 og verið glaðir og hann mun veita hjarta yðar styrk“. Og Robinson er ekki lengur hræddur né hryggur, „ekki af þessu“, samt dvelur hann enn um kyrrt í þrjá daga. Þegar hann var að leita uppi hent- ugan stað til að rétta í sumt af dýrum sínum, sem hann ól sér til matar, gerir hann þá hræðilegu uppgötvun að langur kafli á strönd- inni er þakin leyfum eftir átveizlu mannæta. Þetta verður til þess, að hann leitar uppi stað, sem hann telur betur fallinn til varnar, og hann getur haldið vörð og séð til mannaferða. Hann rekst í þessari leit sinni á stóran helli, tuttugu fet undir þak, og hann flytur þangað mest af vistum sínum og útbúnaði, eins og hann fær því við komið. Það er svo einn dag, að hann sér eld kveiktan á ströndinni og níu villimenn sitja í hring umhverfis eldinn. Þegar þeir hverfa á braut með flóðinu, horfir hann með hryll- ingi á mannabeinin og kjötleifarn- ar, sem þeir skildu eftir sig... Eina nóttina heyrir hann skothríð á hafi úti, og heldur að hún komi frá skipi í neyð. Hann kveikir bál og um morguninn er skipsflak við klettana. Hann vonar heitt að ein- hver hafi komizt lífs af, því að hann þráir félagsskap. En það er ekkert lífsmark um borð í skipinu, og að landi berst ekki annað en lík skips- drengsins og í vösum hans finnur hann ekki annað, en smápeninga og tóbakspípu, og „var hið síðara tíu sinnum dýrmætara fyrir mig en hið fyrra,“ segir Robinson. Robinson fer um borð í skips- flakið, sem reynist vera af spönsku skipi og hann finnur þar skipshund- inn og margvíslegan varning, vín, potta og pönnur, púðurhorn og gull og lítilsháttar af fötum, einnig tvenna skó af sjódauðum manni. Þegar þetta allt er um garð geng- ið, tekur hann upp á ný fyrri lífs- hætti, en er samt varari um sig en áður var. Innan tíðar kemur sú áhrifamikla stund, þegar hann bjargar villimanni úr höndum tveggja annarra villimanna, sem elta hann. Robinson Kruso verður ljóst, þegar þessi villimaður krýp- ur fyrir framan hann og þakkar honum lífgjöfina, að hann hefur eignazt félaga. Hann skírir mann- inn Frjádag, en á þeim degi kom Frjádagur til eyjarinnar, og Robin- son tekur til að kenna honum ein- föld orð. Frjádagur er sólbrenndur og hraustlegur og fljótur að læra. Rob- inson Kruso venur hann af mann- átinu með því að matreiða fyrir hann ljúffengt geitakjöt. Þegar Frjádagur hefur lært allmikinn orðaforða, tekur Robinson til við að kenna honum kristindóm og lend- ir þar fljótt í vanda, því Frjádagur er spurull, en spurningar hans stæla Robinson í trú sinni. Hann saumar Frjádag einnig klæði. Þeir smíða sér annan eintrjáning, og um þetta leyti ganga fleiri villi- menn á land en nokkru sinni fyrr. Vopnaðir framhlaðningum, skamm- byssum og öxum, reka þeir Frjá- dagur og Robinson Kruso villimenn- ina af höndum sér og bjarga tveim- ur föngum, og er annar þeirra Spán- verji, sem er skipreika sjómaður af mannlausa skipinu, sem strand-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.