Úrval - 01.02.1968, Síða 116
114
ÚRVAL
en þeir byggðu eyju, sem var í
norð-norðaustur aí Putalandi, og
var átta hundruð metra sund á
milli. Gulliver veður sundið og
Blefuskunum til mikillar skelf-
ingar en Putalingum til gleði, safn-
ar hann í hendi sér öllum akker-
isfestum flota Blefuskanna, sem
beið tilbúinn að sigla, og dregur
hann yfir til Putalinganna.
Jónatan Swift notar þessa ævin-
týrafrásögn til að koma á fram-
færi skoðunum sínum á mann-
kindinni almennt og jafnframt því,
hvernig bæta ætti heiminn. Hann
skrifar til dæmis: Enda þótt við
öll viðurkennum að laun og refs-
ing séu þeir tveir ásar, sem allt
stjórnarkerfið snýst um, þá hef ég
aldrei vitað neina aðra stjórn en
stjórn þeirra Putalinganna fram-
kvæma það í reynd. í því landi,
Putalandi, hefur hver borgari, sem
getur sannað, að hann hafi gætt
laga lands síns í sjötíu og þrjú
tungl, rétt á margskonar fríðind-
um í amræmi við stöðu hans í líf-
inu og fær einnig greiðslur úr sér-
stökum sjóði, sem ætlaður er til
þessara nota.
„Þegar Putalingar velja menn í
stöður leggja þeir meiri áherzlu á
gott siðgæði en mikla hæfileika."
Margar athugasemdir Swifts
vekja okkur til umhugsunar enn í
dag og mörgum þeirra hefur ver-
ið hrint í framkvæmd, eins og
heimavistarskólum og dagheimil-
um fyrir börn. Við getum kannski
deilt um, hvort „vanþakklæti sé
höfuð-glæpur ....“, en það er ekki
út í bláinn mælt, „að svik séu
meiri glæpur en þjófnaður", og
sú skoðun hans, að „maður, sem
ranglega hefur verið ákærður, skuli
fá fjórfaldar bætur fyrir þann tíma
sem hann hefur misst og þá hættu,
sem hann hefur verið í . . “
Þessum siðferðisprédikunum er
svo listilega blandað saman við frá-
sögnina, að þær angra okkur ekki.
Gulliver yfirgefur Putaland, þegar
hann kemst á snoðir um, að nokkr-
ir afbrýðissamir borgarar séu að
leggja á ráðin með að ákæra hann
fyrir landráð. Hann kemst undan
til Blefuskanna og þar til kon-
ungshallarinnar og varð að leggj-
ast niður til að geta kysst hendur
hátignanna.
Hann yfirgefur svo Blefuskana í
litlum báti, enda þótt hann sé geysi-
stóra á mælikvarða Blefuskanna og
Putalinganna, en þennan bát hafði
rekið þarna á fjörur. Hann fékk
500 manns til að sauma fyrir sig
seglin.
Hann rekst fljótlega á enskt
kaupfar, og er tekinn þar um borð.
Skipstjórinn og skipshöfnin telja
hann algerlega geggjaðan, þegar
hann fer að segja þeim frá Puta-
lingunum, en hann getur staðfest
frásögn sína með nokkrum dýrum,
sem hann hefur í vösum sínum.
Gulliver nær heim til sín, en
hann dvelur ekki nema tæpa tvo
mánuði hjá fjölskyldu sinni, þá
leggur hann upp í aðra reisu og
hún verður ekki síður furðuleg.
Skipið, sem hann siglir á í þetta
skipti kastar akkerum við ókunna
strönd, og Gulliver fer í land ásamt
fleirum af skipshöfnini. Þeir hafa
ekki lengi verið í landi, þegar
Gulliver sér mennina hlaupa eins