Úrval - 01.02.1968, Qupperneq 117
FERÐIR GULLIVERS
115
og þeir eigi lífið að leysa til báts-
ins. Hann skilur ekki í fyrstu af
hverju þetta er, en sér svo hvar
óhemju stór vera veður á eftir
bátnum, sjórinn tók honum ekki
nema í hné og hann óð knálega,
en skipsmenn höfðu hálfrar ann-
arrar mílu forskot, og auk þess
var sj ávarbotninn mjög ósléttur yf-
irferðar, með hvössum klettum og
risinn eða ófreskjan náði ekki
mönnunum.
En risinn náði Gulliver og hann
verður fangi í Brobdingnag. Þegar
risarnir höfðu náð sér eftir undrun
sína að sjá svona vesaldarlega
mannveru, reyndust þeir ekki síð-
ur alúðlegir en Putalingar.
í kjölfar þessarar frásagnar
fylgja mörg ævintýri og það er
gaman að sjá, hvernig allt hæfir
þarna hvað öðru eins og í Puta-
landi. Blóm, tré, fuglar og dýr eru
þarna að gerð og stærð í hlutfalli
við risana. Þrösturinn var svo stór,
að það dugði ekki minna en báðar
hendur Gullivers til að halda hon-
um frá sér. Hann var á stærð við
enskan svan.
Það fylgja þessari frásögn ýmis-
konar hugleiðingar um enskt þjóð-
líf, sem borið er saman við þetta
þjóðlíf hjá risunum. Hann lýsir
fyrir risunum gerð fallbyssunnar
og byssukúlunnar og risarnir verða
undrandi yfir að svona óveruleg
skriðdýr, eins og fólk af gerð Gulli-
vers, skuli geta upphugsað svo
ómannlega hluti.
En í fyllingu tímans yfirgefur
Gulliver þetta ánægjulega og að-
laðandi land, þar sem farið hefur
verið með hann eins og ómetanlega
dúkku. Brottför hans hlýzt af til-
viljun og er mikið sorgarefni bæði
kónginum og Gulliver — en eins
og allir sjá, sem lesa söguna, var
þessi brottför óhjákvæmileg og það
gat ekkert hamlað henni.
Fljótlega leggur Gulliver enn
upp í ferð, því að hann virðist ekki
una heima nema einn eða tvo mán-
uði, og nú lendir hann í höndum
sjóræningja og er látinn um borð
í kanó sem rekur hjálparlaus um
höfin. Hann kemur nú að landi
Laputia, en það land svífur í loft-
inu líkast skýi, og svo gera allir
þar.
Gulliver lifir þarna marga æs-
andi viðburði, en svo heldur hann
áfram ferð sinni og kemur í svip
til margra kynjastaða og loks til
Japans, sem var á þessum tíma litlu
meira þekkt en Putaland.
Það er í síðustu ferð Gullivers,
sem hann hittir það fólk, sem hef-
ur mest áhrif á hann. Hann lagði
upp í þessa ferð frá Portsmouth
þann 7da dag septembermánaðar
1710. Hann hrósar þessu landi af
mestum innileik en það heitir nafni
sem ógerningur er að bera fram
— Houyhnhnms. — Þessir Houy-
hnhnmar eru á allan hátt mann-
inum fremri, enda þótt þeir líkist
hestum. Þeir hafa sem þræla eins-
konar menn, sem þeir kalla Yahoo.
Þessar verur eru þær þroskuð-
ustu, sem Gulliver hefur hitt á ferð-
um sínum. Það er annast um hann
af góðviljuðum kennara og Gulli-
ver segir: — Ég játa það fúslega,
að sú litla þekking sem ég ræð yf-
ir, er fengin í kennslustundum hjá
þessum meistara. Þegar ég hugsaði