Úrval - 01.02.1968, Síða 119

Úrval - 01.02.1968, Síða 119
FERÐIR GULLIVERS 117 manneskjan, sem hann elskaði — dó eftir langvarandi sjúkdóm, gaf hann út sitt bezt þekkta verk, Ferðir Gullivers. Hann einangraðist sífellt meir og meir frá fólki, sárþjáður af ótta við að tapa vitinu, og sá ótti var ekki ástæðulaus, því að hann missti smám saman andlegt og líkamlegt þrek sitt og dó sjötíu og átta ára að aldri og þá orðinn brjálaður. Swift er einn af einkennilegustu og mótsagnakenndustu höfundum í enskum bókmenntum. Svo að dæmi sé tekið, þá má nefna, að þessi maður, sem hataði börn, því að það gerði hann, skyldi skrifa, svo dásamlega barnabók. Hann ákvað að gerast rithöfund- ur vegna þeirrar aðstöðu, sem það gæti skapað honum og hann gekk að þessu með sama hugarfari, að því er virðist, eins og maður sem byrjar kauphallarbrask til að verða ríkur. Samt neitaði hann að gerast atvinnurithöfundur, sem hefði ver- ið niðurlægjandi fyrir hann, að þessa tíma mati, og aðeins einu sinni tók hann greiðslu fyrir eitt af hinum fjölmörgu ritverkum sínum, sem hann skrifaði til út- gáfu. Þessi löngun hans að verða mikils virtur bókmenntamaður, úti- lokaði hjónaband, og af því hefur sennilega stafað þetta einkennilega samband við konurnar tvær. Það er ekki hægt að segja að sú mynd, sem við eigum okkur af Swift sé aðlaðandi, en gáfur manns- ins hafa verið óvenjulegar, hæfi- leiki hans til að sjá hlutina í skop- legu furðuljósi hefur verið óvenju- legur. Þessi frásagnarhæfileiki blandaðist síðan sterkri siðferðis- kennd. Þegar hann skrifar Ferðir Gullivers hefur frásagnarmáti hans og skoðanir verið fallnar í fastan farveg og örlög mannsins, sem hann fjallaði svo léttlega um í fyrstu bókum sínum, var ekki leng- ur neitt gamanmál. Líf hans var margþætt, hann hafði samtímis kært samband við tvær konur, enda þótt svo virðist, sem hann hafi ekkert kært sig um líkamlegt samband við þær, hann reyndi að pota sér áfram innan kirkjunnar, og honum virðist hafa verið það hjartans mál að bæta hag bændanna, sem dýrkuðu kirkjuna, vildi leika spekinginn og skáldið, og tókst það, en loksins fjaraði líf hans út með áður sögðum hætti. Frá 1742 og þar til hann dó, 1745, þann 19. október, má segja að hann hafi verið vitskertur. Það er ekki ólíklegt að graf- skriftin sem hann sjálfur skrifaði og höggvin hefur verið á legstein hans, lýsi bezt og í fæstum orðum þessum manni, sem skrifaði þá bók, sem er ein þeirra bóka í þessum heimi, sem gneistar mest af og er einkennilegust bóka. Grafskriftin er svohljóðandi: ,,Hér er grafinn Jónatan Swift, doktor í guðfræði, og hér getur hm ofsalega gremja ekki lengur nagað hjarta hans. Gakk áfram ferðalang- ur og ímyndaðu þér, ef þú getur, mann, sem gerði allt sem hann gat til að auka mannlegt frelsi.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.