Úrval - 01.02.1968, Side 121

Úrval - 01.02.1968, Side 121
GARGANTUA OG PANTAGRUEL 119 Enda þótt Gargantua kæmi seinna út en Pantagruel, er sú bókin í raun- inni sú fyrri í verkinu og hefur síð- an alltaf verið prentuð eða gefin út á undan Pantagruel. Frumgerðina af Gargantua er að finna í frönskum þjóðkvæðum og er hann þar risi mikill, eins og hjá Rabelais, og kominn af risum í báð- ar ættir; þeim hjónum Grangouier og Gargamelle. Fæðing hans var með ódæmum, því að hann kom út úr eyra móður sinnar „ . . . og hann grét ekki sem önnur börn með veiku mjálmi, heldur öskraði hann með dimmri röddu, og bað um eitt- hvað að drekka, eitthvað að drekka, eins og hann væri að bjóða allri veröldinni að drekka með sér. — Svo ógurlegur var hann strax að vexti, að það þurfti sautján þúsund níu hundruð og þrjátíu beljur til að mjólka honum, ef það átti að duga honum til viðurværis, og það þurfti mörg hundruð metra af dúk til að skera honum klæði við vöxt.“ Frá því hann var þriggja ára og til fimm ára aldurs, „var hann al- inn upp og uppfræddur í guðsótta og góðum siðum eftir kokkabókum föður síns, og þessi ár liðu eins og hjá öðrum börnum þessa lands, það er við drykk, át og svefn, át, svefn og drykk, svefn, drykk og át. Hann velti sér og buslaði í mýrinni og svaðinu, hann skekkti hælana á skónum, snýtti sér á erminni, drakk úr inniskónum sínum, þvoði sér upp úr súpunni. Brauð sitt át hann stundum smjörlaust, og hann beit, þegar hann hló, og hló þegar hann beit.“ Gargantua gerði einnig margt fleira óvenjulegt, sem ekki þykir prenthæft í dag, og frásögnin af þeirri hegðan hans, er orsökin til kenninganafnsins í orðabókum okk- ar „Rabelaiskur talsmáti". Nokkrum köflum er síðan varið til að segja frá menntun hins kraft- mikla unglings, og hafa menn litið á þá frásögn sem hún væri napurt háð um skóla miðaldanna. Loks uppgötvaði faðir hans þá staðreynd, að enda þótt Gargantua legði hart að sér við námið og eyddi öllum sínum tíma í það, væri ár- angurinn enginn eða verri en eng- inn, því að hann yrði stöðugt meiri kjáni, einfaldari, veiklundaðri og þrárri. Kennari Gargantua var því rekinn, „en þekking hans var dýrs- leg,“ og hann var sendur til París- ar í læri, þar sem ástandið var miklu betra og stúdentarnir lærðu ekki aðeins af bókum heldur einn- ig af hagnýtu starfi. Þeir hlustuðu ekki aðeins á fyrirlestra heldur fóru út á vinnustaðina, sóttu heim húsgagnabólstrara, vefara, úrsmiði, prentara, gullsmiði og aðra iðnaðar- menn, og þeir gengu einnig í vinnu- stofur bruggara og lyfjafræðinga. „Þannig var Gargantua stjómað á menntabrautinni og þekking hans óx dag frá degi, eins og skiljanlegt er um mann á þessum aldri, með góða dómgreind og vel agaður. — Það, sem í byrjun virtist svo yfir- máta erfitt, varð síðar svo auðvelt og indælt og skemmtilegt, að það var líkar að það væri til skemmt- unar og upplyftingar konungi held- ur en viðfangsefni lærdómsmanns." Það er í köflum eins og þessum, sem við fáum ljósa hugmynd um
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.