Úrval - 01.05.1970, Page 12

Úrval - 01.05.1970, Page 12
10 sem annast tilsögn í starfstækni, og hefur það yfirleitt komið í ljós að veikindadögum starfsfólks hefur fækkað. Undanfarin þrjú ár hafa starfsstellingar verið kenndar í for- skóla Hjúkrunarskóla íslands, qg hefur kennslunni verið skipt í þrjá bóklega og sjö verklega tíma. í þessari grein ætla ég að draga fram nokkur atriði, sem ég hef lagt til grundvallar við bóklegu kennsluna og vona að þau megi verða ein- hverjum til gagns. VÖÐVASTARFIÐ Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir því að þverrákóttu vöðvarnir vinna ýmist statiskt (kyrrstætt) eða dynamiskt (hreyfanlegt). Vöðv- inn vinnur statiskt þegar hann breytir ekki um lengd, þ. e. a. s. er síspenntur, t. d. halda á barni. Þeg- ar vöðvinn dregst saman og slakar til skiptis, starfar hann dynamiskt, t. d. ganga, hjóla. Statiskt vöðvastarf er mun meira þreytandi en dynamiskt. Það bygg- ist á því að hinn stöðugi vöðva- samdráttur dregur úr blóðrásinni og þar með súrefnisgjöf og efna- skipti vöðvans. Þar að auki þreyt- ast taugafrumur og taugabrautir. Algengir fylgikvillar langvarandi statiskrar vöðvanotkunar eru bólg- ur í vöðvunum og við vöðvafestar. Auðvitað getur maður ekki kom- izt hjá því að nota vöðva sína stat- iskt, en bezt er að reyna að minnka það eins og hægt er og halda ekki vöðvum sínum síspenntum að óþörfu. Það er ekki nauðsynlegt að halda öxlunum uppspenntum við skriftir, handavinnu,. uppþvott og ÚRVAL fleira, en þetta sér maður því mið- ur mjög oft. Mikilvægt er að skynja hvernig vöðvar líkamans vinna, til að geta gert sér grein fyrir réttri líkams beitingu (og slökun). Forðizt ónauðsynlega vöðva- spennu, notið þá vöðva, sem starfið krefst og látið aðra hvílast. SITJANDI STARF Við skriftir og annað sitjandi starf er mjög mikilvægt fyrir lík- amann, að stóll og borð sé af réttri gerð og hæð. Ég ætla ekki að fara mjög ýtarlega í gerð vinnustóla og borða, aðeins minnast á hið helzta. Sitjandi starfsstelling er rétt, þegar setið er með beint bak, axlir afslappaðar, hné og mjaðmir mynda rétt horn og iljar hvíla á gólfinu. Til þess að þetta sé unnt verður stóll og .borð að vera í réttri hæð. Borðhæð er hæfileg þegar maður vinnur með framhandleggi nálega í láréttri stöðu, þ. e. a. s. olnbogi myndi rétt horn, og axlir eru af- slappaðar. Venjuleg hæð á skrif- borðum er 72—75 cm, á vélritunar- borðum 65—68 cm og á eldhúsborð um 85—00 cm. Seta á vinnustól verður að vera það stór, að hún styðji við allt að %.hluta læranna. Athuga skal að hr.eyfanlegt stólbak gefur beztan stuðning, þegar það styður við neðsta hluta mjóbaks og efsta hluta spjaldhryggjar, þ. e. a. s. það á að stilla það neðar en almennt er gert, því hlutverk stólbaks á vinnustólum er að halda mjóbaks- sveigjunni. Oft dettur manni í hug, að þeir sem sjá um innréttingar á skrif-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.