Úrval - 01.05.1970, Síða 16

Úrval - 01.05.1970, Síða 16
14 ÚRVAL stjórans rétti hann honum kíkinn og sagði: — Þetta verður samt líklega tíð- indalaust ferðalag! En það fór á aðra leið. Nokkrum klukkutímum síðar hafði áhöfnin á „Dei Gratia“ upplifað eina dular- fyllstu gátu sjómannasögunnar. Gátu, sem er óráðin enn. Smám saman styttist milli skip- anna, en gekk þó hægt vegna þess, hve byrinn var lítill. Eftir tvo tíma voru skipin orðin svo nálægt hvort öðru, að ókunna skipið sást út í æsar. Það var fyrir fullum seglum og sigldi beina stefnu. Allt í einu fór það yfir stað, en það gerðist svo klaufalega, að þeir á „Dei Gratia" urðu hissa. Þeim þótti skrítið, að farmenn frá Nýja Englandi — því þeir voru ekki í vafa um að skipið væri þaðan — skyldu ekki vera betur að sér í sjómennskunni en þetta. Deveau stýrimaður tók í hökutoppinn á sér. Kannske er stýrið bilað, sagði hann. — Þá hefðu þeir lagzt og gert við bilunina, sagði Morehouse skip- stjóri og tók kíkinn aftur. Horfði lengi á skipið. Nú sigldi það beina stefnu á ný. — Það er ekkert við skipið að athuga, sagði hann svo og ýtti sam- an kíkinum. En ekki leið á löngu þangað til allir þóttust vita, að þarna væri eitthvað að. Þetta ameríska skip — þeir sáu nú flaggið greinilega — virtist alls ekki ætla að víkja til hliðar. Og nú kom logn og seglin slöptu. Morehouse kíkti hvað eftir annað á skipið, en gat ekki séð nokkurn mann á þilfarinu. Þegar þeir voru komnir svo nærri, að hægt var að kalla, tók hann trekt- ina og nú glumdi í honum, er hann kallaði. En ekkert svar kom frá skipinu. Dauðaþögn. Eftir dálitla stund sá skipstjóri að þarna var enginn maður við stýrið. Og stýrið var heldur ekki bundið. Hann sá stýrið greinilega. Morehouse var á báðum áttum, þegar hann leit á stýrimanninn. Báðum datt það sama í hug: að þarna hefði drepsótt gosið upp og áhöfnin væri ósjálfbjarga eða deyj- andi í kojunum eða annars staðar. En bæði Morehouse og Deveau voru gamlir og reyndir sjómenn. Þeir höfðu séð pestarskip fyrr og vissu hvað var í húfi. . . . Sjálfsagt að fara um borð og hjálpa veslings mönnunum. Það voru óskrifuð lög hafsins.... Áhöfnin, sem áður hafði hlakkað til að hafa samband við skipið, var nú orðin kvíðandi og geigur kom- in í hana. Fátt var sagt meðan ver- ið var að setja út bátinn og Deveau stýrimaður fór í hann ásamt tveim- ur hásetum. Stýrimaðurinn skoðaði skipið gaumgæfilega meðan þeir voru að róa að því. Hvergi gat hann séð að skipið hefði orðið fyrir tjóni eða skemmdum. Allt virtist vera í bezta lagi. Skipið var í alla staði vel útbúið og öll umgengni lýsti hirðusemi. Þeir komu upp að skipshliðinni og nú kallaði stýrimaður aftur. En eina svarið sem hann fékk, var draugalegt ískrið í rám og reiða. Þeir reru aftur með skipinu og lásu á skutnum nafnið „Marie Celeste
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.