Úrval - 01.05.1970, Side 19

Úrval - 01.05.1970, Side 19
HVAÐ GERÐIST Á MARIE CELESTE? „Marie Celeste“ fór frá New York 7. nóvember 1872, og var þá að öllu leyti í bezta standi. í bréfi, sem skrifað er um borð nokkru eftir burtförina, skrifar frú Briggs að ágætt sé að vera um borð, „en spritt-tunnurnar hoppa til og frá“ í sjóganginum. Þetta þótti athyglis- vert. Má gera ráð fyrir, að skipið hafi fengið vont veður fyrstu dag- ana á Atlantshafi. Hafi ekki verið vel gengið frá farminum, gæti hugs- azt að eitthvað af tunnunum hafi brotnað. Olíublandað spritt getur hafa safnazt fyrir í kjalsoginu. De- veau stýrimaður lét sér detta í hug, að lestin hefði verið opnuð til að hleypa inn lofti. Þegar „Marie Celeste" kom í hlýrra veður, getur hugsazt að þéttibikið á þilfarinu hafi bráðnað og hreint loft komizt ofan í lestina. Og það getur hafa haft í för með sér, að sprittið hafi orðið að gasi. Án þess að nokkurn grunaði hætt- una, sem af þessu gat stafað, hefur skipið seiglazt áfram austur á bóg- inn með 2—3 hnúta hraða. — Um miðjan dag, 18. dag ferðarinnar, stendur frú Briggs upp frá sauma- vélinni, tekur af sér fingurbjörg- ina, tekur barnið við hönd sér og sezt að matborðinu. Þegar máltíð- in er nýbyrjuð, heyrist voðaleg sprenging. Sprittgufan hefur sprengt upp lestaropið og þegar skipstjór- inn kemur upp á þilfarið, vellur svört gufa upp úr lestinni. Allir um borð vita hve hættuleg- 17 ur farmur er í skipinu, ef kvikn- aði í. Og allir geta búizt við nýrri sprengingu, sem geri út af við skip- ið. Vera má, að Briggs hafi með- fram látið stjórnast af því, að kona hans og barn voru þarna um borð. Hann skipar að setja léttibátinn út, þrífur skipsskjölin og krónómetrið og lætur alla fara í bátinn. Sjálfur fer hann síðastur, en reykurinn heldur áfram að gjósa upp úr lest- inni. Þegar allir eru komnir frá borði, lætur Briggs róa bátnum sem hrað- ast á burt, til þess að verða sem lengst frá ef „Marie Celeste" springi í loft upp. En svo gerist það kald- hæðnislega í þessum sorgarleik: gasið í lestinni springur alls ekki! Og það, sem verra er: „Marie Cel- este“ siglir á burt frá áhöfn sinni! Kulið ágerist dálitla stund, það fyllir seglin og skipið brunar á burt. Mennirnir á bátnum róa lífróður, en það stoðar ekki. Báturinn er hrekkhlaðinn, og ekki þarf nema ofurlitla báru til að fylla hann eða hvolfa honum. Og þarna horfir áhöfnin með skelfingu eftir hinu fagra skipi, sem siglir hraðbyri á burt. . — Þetta er ekki nema tilgáta, en þó hugsanleg skýring. Við fáum aldrei vissu um hvað það var, sem gerðist. Aldrei ráðningu á gátunni miklu: —- Hvernig stóð á því, að áhöfnin yfirgaf „Marie Celeste"? ☆
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.