Úrval - 01.05.1970, Page 24

Úrval - 01.05.1970, Page 24
22 ÚRVAL fangsefni lögregluforingja, eftir að hann hefur náð sambandi við óþekktan ættflokk er venjulega fólgið í því að kveða niður ætt- flokkaerjur og stöðva blóðhefnda- dráp. DULIN AUGU Hinir ýmsu ættflokkar Nýju- Guineu búa hver um sig á afmörk- uðum svæðum. Hver sem heldur ó- boðinn inn á annað svæði, má búast við óblíðum viðtökum. Lögreglu- mennirnir verða alltaf að vera á varðbergi, því að búast má við skyndilegri árás mannæta og hausa- veiðara úr launsátri. Craig Symons, sem hefur lengi gegnt lögreglustörf- um á Nýju-Guineu, mælti þessi orð við mig: „Þegar maður er á eftir- litsferð í skógarþykknunum, þá finnst manni sem einhver dulin augu fylgist með manni. Manni finnst sem verið sé að meta stsrrk eftirlitsflokksins og baráttukjark. Skyndilega kveður við einkennilegt fuglatíst eða fjarlægur trumbuslátt- ur. Þar er verið að skýra frá því á merkjamáli, að eftirlitsflokkurinn sé að nálgast. Rekist maður skyndi- lega á vafningsviðarteinung, með áfestum blómum, sem strengdur hefur verið yfir stíg, þá gerir mað- ur sér grein fyrir því, að þetta er „tambu“, sem þýðir: „Það er upp á ykkar ábyrgð, ef þið farið lengra!“ Og haldi maður áfram, kemst mað- ur oft að raun um, að pínulitlum bambusviðarbútum hefur verið stungið niður í jarðveginn. Þeir hafa verið tálgaðir, þangað til þeir urðu beittir eins og rakblað. Og þeir eru svo sterkir, að þeir stingast í gegn- um stígvélasóla. Komi slíkt fyrir, er maður einskis nýtur. Hvaða gagn er 1 lögregluforingja, sem getur ekki gengið?“ Það reynir ekki aðeins á hugrekki lögreglumanna, þegar þeir verða að halda inn á fjandsamlegt svæði til þess að binda endi á ættflokkastríð og mannát. Þeir verða líka að berj- ast við hinn ofboðslega ótta Nýju- Guineumanna við ýmsa hluti og fyrirbrigði, sem haldið hefur verið við lýði af aldagamalli hiátrú og hindurvitnum, sem ein kynslóðin tekur í erfðir af annarri. Gordon Linsley hefur þetta að segja um slíka hluti: „Sú skoðun, að hinn frumstæði maður búi yfir einhverj- um innri friði, sem siðmenntað fólk hefur á einhvern hátt glatað og hef- ur þörf fyrir að finna að nýju, er helber vitleysa. Flestir innfæddir menn á Nýju-Guineu lifa ekki að- eins í stöðugum ótta við óvini sína, en einnig við hið óþekkta. Þeir eru umkringdir illviljuðum öndum, einkum öndum forfeðra sinna.“ Galdraiðkanir og galdratrú tröll- ríður öllu lífi á Nýju-Guineu. Og það mun taka fjölmörg ár, kannski margar kynslóðir, að uppræta slíkt. Jafnvel velmenntaðir innfæddir menn, sem gegna ábyrgðarstöðum í Port Moresby, sem er eina raun- verulega borgin á Nýju-Guineu, eru haldnir ótta við galdra, og birtist sá ótti við ýmis tækifæri. Og margir innfæddir hafa dáið af völdum „galdrakinda“, annaðhvort verið beinlínis drepnir eða veslast upp af ótta. Margir lögreglumenn hafa stofnað lífi sínu í hættu vegna þekk- ingarskorts á slíkri hjátrú og kunn-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.