Úrval - 01.05.1970, Page 31

Úrval - 01.05.1970, Page 31
EKKI VERÐUR ALLT MEÐ ORÐUM SAGT 29 krossleggja handleggina. Nokkrir þeirra, sem hafa tekið afstöðu mitt á milli þessara tveggja liði, reyna svo kannske „dálítið af hvorri teg- und líkamsstellinga“. Þeir kross- leggja kannske fæturna og einnig handleggina. YTRI MERKI UM INNRA HUGARÁSTAND Ef einhver skiptir snögglega um stellingu í stólnum, getur það þýtt, að hann sé á allt öðru máli en sá, sem talar, eða hann sé jafnvel að skipta um skoðun. Auðvitað eru slíkar bendingar alls ekki óvefengj- anlegar, en þær eru samt nógu ein- kennandi til þess, að mark er á þeim takandi. Um leið og börn læra mælt mál og „mál líkamans“, þ. e. viðeigandi stellingar, augnhreyfingar o. s. frv., læra þau einnig annað, sem er erf- iðara að skilgreina. Þeim lærist, hvernig þau eigi að bregðast við umhverfinu og þeim, sem í því eru, þ. e. rýminu, sem umlykur þau. Menn ganga um, umluktir eins konar „einkasápukúlu“. Þar er um að ræða það loftrými, sem þeim finnst þeir þurfi að hafa milli sín og annarra. Mannfræðingar hafa rannsakað þetta fyrirbrigði með hjálp kvikmyndavéla. Og kvik- myndir þessar hafa sýnt andlits- viprur, titring og augnhreyfingar, sem sýna það svart á hvítu, hvenær ,,sápukúlan“ er sprengd. „Lífsrými“ það, sem hver ein- staklingur þarfnast, er líka komið undir persónuleika hans. Innhverf- ir menn virðast til dæmis þurfa meira olnbogarými en hinir út- hverfu. Aðstæður og skapbrigði augnabliksins hafa líka áhrif á það, hvers „rýmis“ er þörf hverju sinni. Kvikmyndahúsgestir, sem bíða þess í biðröð úti fyrir kvikmyndahúsinu að komast inn til að sjá kynæsandi mynd, þrýsta sér þéttar saman í biðröðinni en þeir, sem bíða eftir því að sjá mynd „fyrir alla fjöl- skylduna". George du Maurier skrifaði eitt sinn á þessa leið: „Hið venjulega tungumál er ósköp lélegt tjáningartæki. Maður fyllir lungun af lofti og hristir svolitla rifu í hálsinum og geiflar sig, og þetta kemur svo aftur titringi á loftið, og loftið hristir litlar himnur í höfði mér . . . og heili minn skynjar merk- inguna. Þetta er óskapleg króka- leið . . . og geysileg tímaeyðsla í því fólgin." Tjáning manna í daglegum sam- skiptum þeirra væri ósköp leiði- gjörn, ef aðeins væri um tjáningu orða að ræða. En írauninni eru orð- in minnsti þáttur heildartjáningar- innar. ☆ Krafan, sem minnstir möguleikar eru á, að unnt verði að sernja um, er barn sem heimtar matinn sinn klukkan þrjú að nóttu. Newsday Specials.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.