Úrval - 01.05.1970, Síða 39

Úrval - 01.05.1970, Síða 39
GKONA ALDARINNAR 37 egar Joan Sutherland var tólf ára gömul, fór móðir hennar með hana á gamlaárs- kvöldshljómleikana í ráðhúsi Sydneyborgar, en slíkt var eitt sinn föst venja hjá skozkum inn- flytjendum og afkomendum þeirra í þessari stærstu borg Ástralíu. — Tónlist og hljómleikar höfðu alltaf gegnt þýðingarmiklu hlutverki í lífi Joan. En mikilfengleiki þessa kvölds hafði slík áhrif á hana, að hún féll alveg í stafi. „Mamma,“ sagði hún, „heldurðu, að ég geti einhvern tíma sungið hérna?“ Ókunnugum, sem virt hefðu fyrir sér þessa stóru, klunnalegu og feitu telpu, hefði sjálfsagt fundizt þessi ósk hennar vera fáránleg. Hún bað alltaf um að fa að leika hlutverk ævintýraprinsessunnar í jólaleikrit- inu, en skólafélagar hennar hlógu bara að þessari beiðni hennar og létu hana leika hlutverk aulalega risans. En ekkjan, móðir hennar, gat séð fyrir sér aðra Joan, Joan framtíðarinnar. Hún svaraði dóttur sinni á þessa leið: „Ef til vill . . . einhvern tíma.“ Og þær ásettu sér, að þeim skyldi auðnast að sjá dag þann renna upp. Það var seigla og harka í Joan, skozk seigla og harka, og því var hún á þeirri skoðun, að það væru aðeins „veimiltítur, sem kvörtuðu or' V'.veinuðu." Hún tileinkaði sér smám saman hugarrósemi, og henni lærðist að afbera með jafnaðargeði verkina í ennis- og kinnbeinahol- unum, sem hún var öðru hverju haldin af, og fremur meinlitla stríðni skólasystkina sinna, stríðni, sem gaf til kynna, að hún væri „ljóti andarunginn“ í hópnum. Hún sat dag hvern við píanóið með móð- ur sinni, hæfileikamikilli og þjálf- aðri mezzosopransöngkonu, þótt ekki væri hún atvinnusöngkona, Henni lærðist að stjórna öndun sinni í söngnum og framkalla hreina, ómengaða söngtóna. Hún var oft ein og söng þá í garðinum fyrir sjálfa sig eða fugla og önnur dýr. Og á kvöldin hlustaði hún á óperuplötur og plötur með rusta- fengnum alþýðusöngvum söngleika- kjallaranna, og tók þá óspart undir ásamt Tom gamla frænda sinum. Joan hætti í framhaldsskólanum 16 ára að aldri og hóf nám í verzl- unarskóla. Hún var farin að starfa sem ritari hjá fyrirtæki, er seldi landbúnaðarvélar, þegar hún rakst á auglýsingu eina í dagblaðinu The Sydney Morning Herald. Þar var tilkynnt, að það færi brátt fram söngsamkeppni og ætti sigurvegar- inn að hljóta námsstyrk. Hún ákvað að taka þátt í samkeppninni. Það voru 40 stúlkur, sem kepptu. Hún var ósköp feimin og klunnaleg í hreyfingum, klædd í heimasaumað- an, brúnan kjól. Líklega hefur hún verið ein af þeim óálitlegustu, hvað útlitið snerti. En hún var þegar bú- in að vinna námsstyrkinn, þegar hún hóf söng sinn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.