Úrval - 01.05.1970, Síða 41

Úrval - 01.05.1970, Síða 41
JOAN SUTHERLAND 39 lega raddsvið. Joan og móðir henn- ar börðust gegn þessari viðleitni hans og vildu ekki gefast upp. Sama var að segja um kennara hennar í óperudeild Konunglega tónlistarhá- skólans. Loks tók Richard að beita bragða. Hann hóf söngæfingu í E- dúr fremur en C-dúr, en síðan lokk- aði hann Joan til þess að syngja hærra en hún hafði ætlað sér. Hún gerði sér ekki grein fyrir þessu, því að hana skorti fullkomna tónheyrn. Hin dýrðlega rödd hennar tók enn framförum, og svo fór, að for- ráðamenn Covent Garden-óperunn- ar urðu svo hrifnir, að þeir buðu henni samning. Hún átti að fá 17 pund á viku, er hún syngi í Lund- únum, en 25 pund í söngferðalög- um. Og 14 mánuðum eftir komu sína til Lundúna söng Joan svolítið hlutverk í Töfraflautunni í Kon- unglega óperuhúsinu í Covent Gar- den. „TVÖ HJÖRTU í TAKT“ Útlit hennar breyttist smám sam- an fyrstu ár hennar við Covent Gardenóperuna. Hún léttist um 52 pund. Tennur hennar höfðu ekki verið góðar né fallegar, svo að hún lét lagfæra þær eftir öllum kúnstar- innar reglum, stytta þær og rétta. Þessar aðgerðir voru nokkuð kvala- fullar og mjög dýrar, og tóku þær um ár. Og hún lærði að snyrta sig og mála á áhrifamikinn hátt. Nú höfðu þau Richard og Joan gert sér grein fyrir því, að það var ekki að- eins tónlistin og listastörfin, sem tengdu þau saman. Einn daginn hætti Richard að leika í miðju lagi og bað hennar á ósköp hversdags- legan hátt: „Já, endilega, stórkost- leg hugmynd," sagði Joan, eins og ekkert hefði í skorizt. Nú var það fyrst og fremst Rich- ard, sem ól með sér mikla drauma um frekari frægð og frama henni til handa. Hann sagði við hana: „Einhvern tíma muntu verða helzta söngstjarnan á öllum helztu óperu- sviðum heims. Þú verður eins stór- kostleg og sjálf Melba var.“ Joan hló hæðnislega að þessum orðum hans, en Richard var ákveðinn í sinni trú. Hann gramsaði í forn- bókaverzlunum og búðarholum í leit að nótum að gömlu óperunum, sem hann elskaði, óperunum, sem voru þá alls ekki lengur í tízku. Og nú eyddi hann sífellt meiri tíma á æfingum með konu sinni og æfði verk þessi æ ofan í æ. Adam Carl, sonur þeirra, fæddist árið 1956, en það var fátt annað, sem þau létu tefja sig frá stöðugri vinnu sinni. Richard var alltaf að staglast á því við forráðamenn Covent Garden- óperunnar, að þeir ættu að láta Jo- an fá aðalsönghlutverk, en þeir héldu því alltaf fram, að hún hefði alls ekki útlit söngstjörnu. Sir Da- vid Webster, aðalframkvæmdastjóri Covent Gardenóperunnar var sá eini, sem áleit, að Joan gæti orðið stórkostleg söngstjarna, ef unnt yrði að finna rétta óperu handa henni. Og loks samþykktu forráðamenn óperunnar að „vekja“ óperuna „Lu- cia di Lammermoor" upp af værum svefni, en aðalkvenhlutverk henn- ar var einmitt „bel canto“-hlutverk- ið, sem Melba, hin mikla coloratura- söngkona Ástralíu, hafði unnið stór- kostlegan sigur í fyrir 71 ári.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.