Úrval - 01.05.1970, Page 42

Úrval - 01.05.1970, Page 42
40 ÚRVAL En einmitt þegar æíingar áttu að byrja veiktist Joan hastarlega. Það var um mjög slæma sýkingu að ræða. Allur líkami hennar varð heltekinn af liðagigt. Fæturnir bólgnuðu svo ofboðslega, að hún gat varla staðið á þeim. Og lækn- irinn hennar sagði henni, að kinn- beina- og ennisholurnar væru nú svo illa farnar, að það þýddi ekki lengur að reyna að „tappa af“ þeim. Hann sagði, að það yrði að gera á henni meiri háttar uppskurð, því að annars yrði hún örkumla vesa- lingur, sem gæti ekki haft fótavist. Joan sárbað hann um að fresta að- gerðinni. Allt, sem hún hafði stefnt að, var nú í veði. Hún spurði, hvort það væri ekki hægt að fresta upp- skurðinum, þangað til hún hefði sungið í Luciu di Lammermoor á þeim sex sýningum, sem búið væri að ákveða. Læknirinn skildi af- stöðu hennar, og að lokum lét hann ufidan gegn vilja sínum. Þ. 17 febrúar 1959 gekk Joan svo í gegnum þessa eldraun sína. Það var ósköp kalt þetta kvöld og svo- lítil þoka. Henni var dálítið illt í hálsinum. Það ríkti dauðaþögn í Konunglega óperuhúsinu, er hún söng tvær fyrstu aríur Luciu, aríur ungrar stúlku, sem nýtur hamingju æskuáranna, en hefur þó óljóst hug- boð um, að harmleikur bíði hennar. Hinn hreini tónn raddarinnar, radd- sviðið og alger yfirráð yfir rödd- inni voru alveg furðuleg, og þá ekki síður vegna þess, að hún virt- i=t ek''-rt hafa fyrir þessu öllu saman. Hún hafði varla lokið þess- um tveim aríum, áður en hávær húrrahróp bergmáluðu um allt óperuhúsið. En þessi innilega hrifning var samt ekkert saman- borið við ósköpin, sem dundu yfir, eftir að hún hafði lokið „vitfirring- aratriðinu“, en í því reikar Lucia vitstola um meðal skelfdra gesta og syngur dúet með flautunni, eftir að hún hefur myrt eiginmann sinn, sem hún hafði verið ginnt til þess að ganga að eiga. Og hinn drauga- legi tónn flautunnar undirstrikar ógn Luciu. Sérhver tónn Joan, allt frá hinum blíðasta „pianissimo“ til hins hræðilegasta æðisóps, var svo skýr og meitlaður, að það var sem hún dreifði kristöllum allt í kring- um sig, litlum og stórum. Og leik- ur hennar magnaði áhrif söngsins. Það var eins og óperuhúsið ætlaði að hrynja til grunna vegna enda- lausra, ofsalegra fagnaðarláta áheyrenda, er Lucia hnígur örend niður í lok óperunnar. í „Times“ næsta morgun var frammistaða Joan kallaður „stór- kostlegur sigur“. Gagnrýnandinn Harold Rosenthal skrifaði í tímarit- ið „Ópera“, að hún hefði breytt Lu- ciu í „veru úr holdi og blóði“. Hann sagði einnig, að „tóndill hennar og útflúr væri undursamlegt, svo að maður stæði á öndinni." Eftir síðustu sýninguna í Lund- únum hélt Joan á sjúkrahúsið og lagðist undir hnífinn. Allt, sem hún hafði nú öðlazt, kynni nú að glatast á nokkrum klukkustundum. En læknir hennar gerði allt hvað hann gat til þess að bægja hvers kyns hættu frá raddböndum hennar. Hún stóðst þessa þolraun vel. En rödd hennar var samt hrjúf og málm- kennd í heilan mánuð á eftir. Þetta
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.