Úrval - 01.05.1970, Síða 49

Úrval - 01.05.1970, Síða 49
SÍÐASTI GEIRFUGLINN 47 án þess að hika inn í torfuna. Þarna voru svo margir fiskar í hópi þétt saman, að hann gat ómögulega misst færis — en sú varð þó raunin. Hann greip hvað eftir annað í tómt með goggnum. Nokkur tími leið, unz honum hafði lærzt að þjóta ekki inn í fiski- torfur, heldur velja sér einn ákveð- inn fisk að bráð og víkja aldrei at- hygli sinni frá honum. Flóknari í vöfum var hópveiði- tækni geirfuglanna, þegar heill skari geirfugla stundaði veiðar í samein- ingu. Ólíkt öðrum fuglum lögðu þeir ekki til atlögu umsvifalaust, er þeir komu auga á fisktorfu. Ef þeir hefðu gert það, myndu aðeins fremstu fuglarnir í árásarsveitinni hafa hremmt sér fiska í gogginn, áður en fiskurinn hefði tvístrazt og falið sig á grýttum botninum. Þess í stað köfuðu foryztufuglarnir og sveimuðu um í rökkrinu á 100 feta dýpi eða meira, og þaðan fylgdust þeir með þéttu skýinu, sem fisk- torfan myndaði. Er foryztufuglarnir höfðu þannig fylgzt með torfunni, syntu þeir upp á yfirborðið, kölluðu til hinna fugl- anna með urgandi tóni og biðu síð- an eftir þeim. Þá kafaði allur flot- inn — nú meira en 100 fuglar sam- tals og dreifði sér undir og um- hverfis fiskinn líkt og gríðarmikill bolli. Geirfuglsunginn tók þátt í fyrstu veiðiferð sinni af þessu tagi dag nokkurn, dimman og drungalegan. Þeir hittu fyrir loðnutorfu. Geir- fuglasveitin stakk sér og umkringdi fiskinn á bollalaga hátt án þess að ráðast á hann. Síðan færðu fugl- arnir sig smátt og smátt og afar var- færnislega með torfuna á milli sín út á meira dýpi. Aðrar sjófuglategundir frá nálæg- um eyjum vissu vel, hvað það merkti, er hópur geirfugla stakk sér samstundis. Á örskammri stundu fylltist loftið yfir veiðistaðnum af gargandi fuglum, er mynduðu slíkan klið, að hann heyrðist mílur vegar. Á meðan þrengdu geirfuglarnir hringinn utanum torfuna, svo að hún þéttist og tók að leita upp á yfirborðið. Mikill ótti greip um sig í torfunni, er fiskarnir urðu varir við skugga fugla í hundraðatali yfir vatnsfletinum, og í örvæntingu sinni gerðu fiskarnir það óheppilegasta, sem þeir gátu gert undir þessum kringumstæðum. Þeir geystust að yfirborðinu og þeyttu sér í loft upp í örvæntingar- fullri tilraun til að sleppa burt. Meira en tvær ekrur sjávar ólguðu eins og gríðarmikill gufuketill, er margar milljónir sex þumlunga langra loðna hoppuðu upp úr sjón- um. Er fiskurinn stökk, svifu máf- ar, kríur og ritur yfir yfirborðinu, reiðubúin að grípa fiskinn, er hann birtist. Aðrir fuglar köfuðu til að ná sér í fisk og skaut á næstu and- ránni upp aftur. Súlur og lundar, teistur, langvíur og álkur stungu sér í kaf, syntu undir yfirborðinu og gegnum torfuna og gleyptu fisk- inn af mikilli græðgi. Þar sem geirfuglinn átti frum- kvæðið að þessari miklu veizlu, lét hann ekki græðgiæðið umhverfis hafa áhrif á sig. Þeir skutust við og við að silfurlituðum fiskiþyrp-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.