Úrval - 01.05.1970, Page 52

Úrval - 01.05.1970, Page 52
50 ÚRVAL gamla karlfuglsins. Hann var ekki rekinn til baka. Og þannig syntu fuglarnir nú með þrjá leiðtoga í fararbroddi. STÓRHÆTTULEGUR VARGUR Tuttugu og tveim dögum eftir að lagt var upp frá Grænlandi kom hópurinn til Labrador. Sex storm- ar í viðbót höfðu skollið á fuglana, og við það höfðu tveir þeirra týnt lífi. Þeir hvíldust nú eina nótt á landi uppi, en sneru síðan suður á bóginn og héldu ferð sinni áfram meðfram friðuðum og fiskauðugum ströndum Kanada. Morgun einn, úti fyrir strönd Nova Scotia, bárust miklir skrækir til eyrna forystu- fuglanna þriggja. Þeir sneru sér við og sáu, að geysimikill flokkur nýrra geirfugla kom syndandi í átt að hópnum. I þessum nýja flokki voru 4300 fuglar, og var hann sá stærsti, sem til var. Þó höfðu verið í þessum flokki 40000 fuglar aðeins einum áratug áður, og samt var hann þá alls ekki stærsti geirfuglaflokkur- inn. Annað geirfuglasamfélag, sem hafði sínar varpstöðvar á Hamilton Inlet eyjaklasanum við strendur Labrador, var eitt s/inn lauslega áætlað vera um 500000 fuglar. En á aðeins einu ári hafði mikil plága gengið svo á stofninn, að aðeins 200 þeirra höfðu lifað hana af. Fyrir þessum nýja flokki fór þriggja ára karlfugl, tveim þum- lungurn hærri en ungi geirfuglinn. Þegar hann krafðist þess, að fá að verða foringi beggja hópanna sam- einaðra, féllust hinir þrír foringjar litla hópsins umsvifalaust á það. Hann teygði úr sér í sjónum, skrækti byrstur, og synti síðan af stað í suðurátt. Eldri fuglarnir tveir ásamt þeim unga fylgdu fáeinum fetum á eftir, en í kjölfarið syntu hóparnir tveir sameinaðir. Ferðin gekk nú ágætlega, þar sem bæði var stillt í sjó og vindar hag- stæðir. Fuglarnir syntu í mesta lagi mílu frá ströndinni. Stóri fyrirlið- inn virtist ekki bera í brjósti mik- inn ugg gagnvart bátum, og fugl- arnir stungu sér sjaldan þótt bátar sigldu nærri þeim. A fjórtánda degi eftir samruna hópanna, komu fuglarnir að Sable- höfða, syðst á Nova Scotia. Fram- undan lágu fimm litlir bátar næst- um hreyfingarlausir á lygnum sjón- um. Þegar fuglarnir komu nær, sáu þeir, að bátarnir fjarlægðust nú hver annan og mynduðu stóran hálfhring, sem fuglarnir myndu greinilega synda inn í, ef þeir héldu óbreyttri stefnu. Stóri forystufugl- inn hægði á sér, og taugaóstyrkur hans kom í Ijós, er hann hnitaði nokkra hringi á sjónum. Bátarnir voru nú innan við 200 stikur fram- undan. Hinn geysimikli fuglahópur hægði nú stöðugt ferðina, og loks stönzuðu forystufuglarnir. Aftari fuglarnir syntu áfram að framþyrpingunni, sem sífellt þéttist. Fjórir hvellir gullu við frá bát- unum, og loftið umhverfis fuglana fylltist af hvínandi málmögnum. Er gamli karlfuglinn var í þann mund að kafa, reif skörðóttur kúlubútur burtu stórt flykki af höfði hans, og hann hlunkaðist niður í krampa- kenndum rykkjum. Tugir annarra
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.