Úrval - 01.05.1970, Page 56

Úrval - 01.05.1970, Page 56
54 ÚRVAL þau þegjandi og kvíðafullir, en ótta- lausir enn sem komið var. Fjörutíu og sjö menn í sex löng- um bátum lögðu að landi, og innan tíðar bundu þeir bátana hljóðlega við klettana. Breiðir plankar voru festir milli lunningar og lands. Síð- an öxluðu veiðimennirnir sverar og stuttar kylfur og læddust síðan í átt. til fuglanna fyrir ofan. Af eðlishvöt sneri geirfuglinn sér til maka síns og afkvæmis og ýtti þeim inn í afkima í klettasprung- unni sinni. Siálfur stóð hann á verði innan við inngönguopið. ..Ra, sagði ég ykkur ekki!“ hróp- aði einn mannanna. ,,Ég sagði, að geirfuglinn kæmi aftur í ár. Þarna stendur verðmæti, gulls ígildi.‘“ Brátt höfðu mennirnir klöngrast upp að efstu varpsyllunum. Þar dreifðu þeir sér í langa röð og hófu að reka fuglana niður að bátunum. Við og við slapp fugl gegnum röð- ina, en flestir þeirra áttu einskis annars úrkosta en kjaga niður klett- ana í átt til sjávar. Fuglarnir gáfu frá sér reiðiarg og angistarkvein, er þeir voru skildir frá afkvæmum sínum. Þeir voru þvingaðir sífellt nær bátunum og mennirnir tóku að leggja til atlögu við þá með kylf- urnar að vopni. Innan klukkustundar höfðu þeir fyllt bátana af fugli. Var þá róið í átt til skipanna föstum áratogum, og' mennirnir kváðu við raust: „Ohoi, ohoj, áfram nú!“, er þeir komu til skipanna. Á meðan var drápinu haldið áfram í landi, og þegar tómir bátarnir komu þangað aftur, fermdu mennirnir þá fugli að nýju. Alls fóru bátarnir sjö ferðir í land. Þennan júnídag í Danellsfirði voru rúmlega 4800 fullorðnir geir- fuglar drepnir. í NAFNI VÍSINDANNA Það var ekki fyrr en löngu eftir dagrenningu að geirfuglinn kjagaði varlega út úr fylgsi sínu í kletta- klungrinu. Hann stóð í margar mín- útur og skimaði í kringum sig. Fyrir utan hann og maka hans höfðu að- eins sex aðrir fullorðnir fuglar í varpinu komizt lífs af. Aðeins þrír hinna 2400 unga, sem skriðið höfðu úr eggjum tæpum tveim vikum áður, lifðu drápið af. Einn þeirra var litli síétandi geir- fuglsunginn. Hinir tveir voru einn- ig kvenfuglar, sem höfðu á náðar- samlegan hátt sloppið lifandi, og foreldrar þeirra fundið þá aftur. Eftir að hinir eftirlifandi fuglar höfðu fengið sér að éta, fór geir- fuglinn með fáeinum öðrum í könn- unarferð um fjörðinn. Þeir stönzuðu oft á leiðinni og görguðu ámátlega. Smáhópur geirfugla í lítilli vík um mílu í burtu heyrði loks til þeirra og svaraði garginu. Þetta voru 77 fuglar, og þeir syntu nú hratt út á fjörðinn til móts við hina fuglana. Fyrir þeim fór gamli kvenfuglinn. Þetta voru einu fuglarnir, sem kylf- ur veiðimannanna höfðu ekki náð til. Þannig voru nú samtals 86 full- orðnir geirfuglar á lífi og 3 ungar. En ágangur mannsins var ekki úr sögunni. Morgun einn skreið annað skip inn mynni Danellsfjarðar. Nú var mánuður liðinn frá drápinu mikla, en þeir hræðilegu atburðir voru fuglinum enn í fersku minni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.