Úrval - 01.05.1970, Side 97

Úrval - 01.05.1970, Side 97
'HARMLEIKURÍNN I TIBEL 95 unista á klaustrin urðu nú daglegt brauð. Dalai Lama fannst sem hann gæti ekkert aðhafzt, því að hann vildi ekki steypa þjóð sinni út í algera styrjöld. Þegar farið var að síga á síðari hluta ársins 1956, voru Kín- verjar jafnvel teknir til að gera tí- betska karlmenn ófrjóa í sumum héruðum og neyða tíbetskar konur til þess að giftast óbreyttum borg- urum af kínverskum ættum. Fyrir sérhverja andstöðu við fyrirskipan- ir kommúnista var hegnt af fá- heyrilegri grimmd, oft opinberlega fyrir allra augum. íbúum hins af- skekkta þorps, Ba-Jeuba, var safn- að saman. Og þeir voru síðan neyddir til að horfa á krossfestingu 25 auðugra manna. í sama þorpi urðu karlar og konur að horfa á það, er lífið var murkað úr 24 for- eldrum á þann hryllilega hátt, að naglar voru reknir í augu þeirra. Ástæðan var sú, að foreldrar þess- ir höfðu neitað að senda börn sín í kínverska skóla. Það gat ekki hjá því farið, að hinir herskáustu af Tíbetbúum leit- uðu hefnda fyrir þessi hryðjuverk. Allar aðstæður höfðu því þróazt þannig, að búast mátti við stór- felldum átökum á hverri stundu. Og líkurnar á slíku jukust nú mjög, er Khambar tóku að flytjast í sí- vaxandi mæli til Lhasa. STÓRFELLDUR F J ÖLDAFLÓTTI Hinn sjálfkjörni leiðtogi þeirra þúsunda Khamba, sem streymdu nú til höfuðborgarinnar, var hávaxinn, grannur, ungur maður, sem var einnig nýkominn til Lhasa eftir óskaplega hrakninga. Nafn hans var Chime Youngdong. Því var eins farið með hann og Dalai Lama, að hann hafði verið álitin helg per- sóna strax á unga aldri. Honum var veitt nafnbótin Rimpoche (Hinn dýrmæti). Hann hafði búið í Ben- chen-munkaklaustrinu í Jyekundo- héraðinu austur við landamæri Kína. Faðir Chime var konungur í Jyekundo. Og það var einmitt í þessu héraði, sem kínverska her- námsliðið hafði framið sum af sín- um verstu hryðjuverkum. Mörg munkaklaustur höfðu vejrið van- helguð, og munkar höfðu verið reknir í nauðungarvinnubúðir hundruðum saman eða teknir af lífi. Og fyrir tveim mánuðum hafði konunginum verið rænt, eftir að hann þáði boð hernámsliðsins um að koma í heimsókn í kínverskar herbúðir þar í héraðinu. Eftir mannrán þetta fannst Chime, að hann yrði að halda á fund Dalai Lama og biðja hann um að koma íbúum Jyekundo til hjálp- ar. Hann var aðeins 18 ára að aldri og hafði aldrei komið út fyrir Jye- kundo. En samt lagði hann af stað í hina löngu og erfiðu ferð til Lhasa. Hann dulbjó sig sem þjón og hélt burt frá munkaklaustrinu með mik- illi leynd að næturlagi. Næstum þúsund manns lagði upp í ferð þessa með honum, þar á meðal 800 skæru- liðar af ætt Khamba. Þegar hópur- inn var staddur uppi á fjallstindi einum næsta dag, beindi Chime sjónauka sínum að munkaklaustrinu og sá nú, hversu naumlega hann
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.