Úrval - 01.05.1970, Qupperneq 100

Úrval - 01.05.1970, Qupperneq 100
98 ÚRVAL tókst þeim þó að þrauka þarna í heilan dag. En 500 skæruliðanna féllu. Hinir urðu að dreifa sér, mynda smáhópa og fara í felur í fjöllunum. Það liðu margir dagar, þangað til leifunum af þessum hóp, sem hafði verið svo fjölmennur, er hann lagði upp í ferðina, tókst að klöngrast yfir lítt þekkt fjallaskarð. Leiðin til Lhasa lá nú opin fram undan þeim. Tíbetbúar eru meðal örlátustu manna í víðri veröld. Og brátt um- kringdu hópar manna hið örmagna fólk. Hópar þessir báru með sér körfur fullar af matvælum. Hestar flóttafólksins voru orðnir svo þrek- aðir, að þeir gátu varla hreyft sig. Skæruliðarnir litu nú út eins og umrenningar. Hinir særðu og gamalmennin lágu á eins konar sjúkrabörum. Þessi „skrúðganga" mjakaðist hægt áfram um hin lit- ríku stræti Lhasa, þar sem krökkt var af munkum og pílagrímum, þangað til þeir komu að dómkirkj- unni, sem er í miðri borginni. Þar stanzaði Chime til þess að biðjast fyrir. Svo lagði hópurinn af stað aftur og hélt í gegnum steinhlið á borgarmúrnum. Nú var hópurinn kominn inn í annan heim, þar sem ríkir slík náttúrufegurð, að er menn líta hana augum fyrsta sinni, falla þeir í stafi af undrun og að- dáun. Svo fór einnig fyrir Chime, er leit þessa dásemd nú fyrsta sinni. Vegurinn lá inn í Lhasadal, hjarta hinnar miklu sléttu, en hann er 15 mílur á lengd. Hann opnaðist sem garður, og girðingin, sem lokaði honum í fjarska, voru hin gráu, himingnæfandi fjöll. Chime fannst þetta allt draumi líkast. Fuglar flugu á milli greina espitrjánna og pílviðarins. Trén stóðu nú einmitt í blóma. í hinum opinberu skemmtigörðum voru börn að leik umlukin fyrstu blómum vorsins. Þetta var árstíð flugdrekanna. Meðan Chime leitaði sér að stað til þess að slá upp tjaldbúðum, virti hann fyrir sér strákana, sem voru alveg niðursokknir í íþrótt þessa. Þræðirnir, sem drekarnir voru fest- ir á, voru límbornir, og á þá hafði verið stráð muldu gleri. Og nú reyndu strákarnir að skera á þræð- ina í flugdrekum keppinautanna. Marglit tjöld voru á víð og dreif um allan dalinn. Ferðafólk hafði slegið þarna tjöldum sínum, því að nú voru hin tíbetsku nýárshátíða- höld að hefjast. „í fyrstu gat ég ekki trúað mín- um eigin augum,“ sagði Chime. „Þetta var allt svo fallegt.'11 Og þetta var ekki allt og sumt. Uppi yfir dalnum gnæfði hin dýrlega Potalahöll uppi á háum hömrum. Chime starði upp til hallarinnar fullur lotningar. Augu hans leituðu að gluggum nokkrum á efstu hæð hallarinnar, gluggunum á einka- íbúð Dalai Lama. Það voru fjögur látlaus herbergi. Hann segist hafa staðið þarna sem dáleiddur. Hann lýsir áhrifunum með þessum orð- um: „Ég stóð og starði á þessa glugga, þangað til þeir virtust fara að hreyfast." Kínverjar biðu ekki boðanna. Strax og þeir komust að því, að Chime var kominn til Lhasa, settu þeir fé til höfuðs honum, og hétu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.