Úrval - 01.05.1970, Síða 101

Úrval - 01.05.1970, Síða 101
99 HÁRMLEIKURINN I TIBÉT þeim miklum verðlaunum, sem færðu þeim hann dauðan eða lif- andi. Chime dulbjó sig í gamlar, óhreinar flíkur, blússu með belti og pils, sem er þjóðbúningur karla í Tíbet og nefnist „chuba“. Chime varð að fara í felur, þangað til unnt reyndist að ákveða áheyrnartíma, er fundum þeirra Dalai Lama og Chime skyldi bera saman með leynd. Þeir hittust í litlu herbergi í Po- talahöll. Það var lítið búið hús- gögnum. Þar voru hvorki smjör- lampar né jafnvel eitt einasta Buddhalíkneski. Dalai Lama sat þar á legubekk milli tveggja rauðra púða. Chime sat á sessu á gólfinu með krosslagða fætur. Hann byrjaði á að segja frá ferðalaginu, frá árásum Kínverja og mannfallinu í liði sínu. Svo fór hann að segja frá þeim hörmung- um, sem höfðu dunið yfir Jyekun- dohérað. Hann reyndi að segja frá á eins rólegan hátt og honum var unnt. Um þetta farast Chime svo orð, er hann minnist þessa fundar: ,,Ég sagði við hann, að ég héldi, að stjórn hans gerði sér ekki grein fyrir því, hvernig Kínverjarnir færu með okkur, og að hann ætti að fá að vita, hvað alþýða manna segði og áliti.“ Þessi frásögn varð Dalai Lama geysilegt áfall. Hann vildi fá nán- ari upplýsingar um ýmis atriði. Hann var á sama máli og Chime um það, að hryðjuverk Kínverja væru óþolandi. Þegar Chime hafði lokið sögu sinni, lýsti Dalai Lama þó yfir því, að hann væri andvígur því, að grip- ið yrði til vopna. ,,Ég veit, hversu fólkið þitt þjáist," sagði hann. „En við getum aldrei losnað við Kín- verja með valdi. Þeir kunna því að verða því sanngjarnari, því minna sem við setjum okkur upp á móti þeim.“ Chime varð alveg furðu lostinn við að heyra þessi orð. Hann flýtti sér að segja eftirfarandi orð án þess að hugsa sig um: „Ef til vill vitið þér ekki allan sannleikann, Yðar Heilagleiki. Ef til vill heyrið þér bara þær sögur, sem ráðherrar yðar vilja, að þér heyrið." Chime minntist þess síðar, að Dalai Lama „hafi ekki móðgazt þrátt fyrir þessa getgátu.“ Þess í stað brosti hann dapurlega til Chime og sagði: „Ég kann að dást að hugrekki Khambanna, en verk þeirra valda þeim okkar oft miklu tjóni, sem eru að reyna að finna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.