Úrval - 01.05.1970, Side 109

Úrval - 01.05.1970, Side 109
HARMLEIKURINN í TÍBET 107 í bænastofu sína í síðasta skipti, settist í hásæti sitt og las í helgi- ritunum, þangað til hann kom að kafla einum, þar sem Buddha hvet- ur lærisvein sinn til þess að missa ekki kjarkinn. Hann lokaði bókinni rólega, blessaði herbergið og dró úr skini lampanna. Phala beið hans á hallarþrepun- um. Hann virti Dalai Lama fyrir sér, er hann stóð þarna þögull nokkur augnablik. „Þetta var það dapurlegasta, sem ég hafði nokkru sinni séð á allri minni ævi, já, hræðilegasta augnablik lífs míns,“ segir Phala. Dalai Lama hafði tek- ið af sér gleraugun, og því var ekki auðvelt að þekkja hann í hinum fábrotna hermannabúningi, enda hafði hann dregið húfuna niður í augu og vafið trefli um neðri hluta andlitsins. Þegar hann kom að innri hallargarðshliðinu, rétti hermaður- inn, sem var þar á verði, honum riffil, en hann hafði fengið viðvör- un um, hvað væri á seyði. Dalai Lama slengdi rifflinum yfir öxl sér, svo að hann liti út sem venjulegur hermaður. Og svo lagði hópurinn af stað yfir garðinn í átt- ina til aðalhliðsins. Þeir gengu all- ir álútir vegna sandroksins. Þeir Phala, Kusung og yfirábótinn voru á undan, en Dalai Lama kom svo rétt á eftir þeim, og gekk hann á milli tveggja hermanna. Aðalhliðið var læst með lás. Phala gekk á undan og skýrði hliðvörðunum frá því, að hann væri í eftirlitsferð. Hann valdi þessa afsökun, því að þá virtist það aðeins eðlilegt, að nokkrir hermenn væru í fylgd með honum. Verðirnir heilsuðu honum að hermannasið og opnuðu risa- stóra, fornfálega hliðlásinn með lykli. Þegar Phala gekk í gegnum hlið- ið, hrópaði einhver í þyrpingunni: „Hvaða menn eru þetta?" Þá heyrð- ist einhver maður segja: „Það er Phala.“ Enginn veitti óbreyttu her- mönnunum þrem neina sérstaka at- hygli, og stormhljóðið deyfði fóta- tak þeirra, er þeir gengu óáreittir út í myrkrið. MEIRA EN MANNLEGT ÞREK FÆR STAÐIZT Það liðu tveir dagar, þangað til Kínverjar fréttu af flótta Dalai Lama. Hópur stuðningsmanna og að- stoðarmanna Dalai Lama hafði orð- ið eftir í Sumarhöllinni, og þar héldu þeir áfram að leysa af hendi sín venjulegu skyldustörf, eins og ekkert hefði í skorizt. Þetta varð til þess að villa Kínverjunum sýn. Tan hershöfðingi hafði nokkrum sinnum krafizt þess, að Dalai Lama „léti sjá sig“. En þegar svo varð ekki, dró Tan hershöfðingi þá ályktun, að stjórnanda Tíbets hefði tekizt að sleppa úr greipum hans. Klukk- an 2 aðfaranótt 20. marz skipaði hann svo fyrir, að hafin skyldi fall- byssuskothríð á Sumarhöllina, og stóð hún í fimm klukkustundir. Það var þessi atburður, sem varð til þess, að tíbetskir andspyrnu- menn létu nú til skarar skríða. Ibú- ar Lhasa vöknuðu við skothríðina, og brátt tók hver stórviðburðurinn að reka annan, svo að innan skamms komst allt á ferð og flug í borginni. Vörubílar, hlaðnir kín- verskum hermönnum, æddu um
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.