Úrval - 01.05.1970, Side 111

Úrval - 01.05.1970, Side 111
HARMLEIKURINN í TÍBET 109 sér, án þess að þeir yrðu hans var- ir. Um þetta farast honum svo orð: „Þetta veitti mér einkennilega yf- irburðakennd, því að ég hefði getað stráfellt hvern mann með vél- byssu.“ Skyndilega rauf gelt í kínverskri byssu morgunkyrrðina. Thondup hafði lagt á það ríka áherzlu við menn sína, að þeir skyldu ekki verða fyrri til þess að skjóta. En nú gripu allmargir tíbetskir hermenn, sem voru að baki ytri varnargarðs- ins, byssur sínar og gerðu sig lík- lega til þess að svara skothríðinni í sömu mynt. Svo sá Thondup, að hópar af mönnum hans voru komn- ir á harðastökk yfir hinn risavaxna húsgarð dómkirkjunnar, sem er ferhyrndur að lögun, og að aðrir voru að streyma út úr bogagöngun- um umhverfis hann. Herbragð Kínverja var í því fólg- ið, að þeir ætluðu sér að vera kyrr- ir í stórbyggingunni við Dómkirkju- torgið en hætta sér ekki út og lenda í návígi. Þegar tíbetsku hermenn- irnir gerðu sér grein fyrir þessu, skutust 20 þeirra fram fyrir fátæk- lega götusteinavirkið sitt og þutu skjótandi út á torgið. Enginn þeirra gat gert sér von um að halda lífi. Þeir hlupu beint inn í ofboðslega kúlnahríð kínversku vélbyssanna. Kúlnahríðin var svo mikil að kúlurnar dönsuðu um allt torgið. Allir tíbetsku hermennirnir féllu að tveim undanskildum. En samt hafði þeim gefizt tóm til að kasta nokkrum handsprengjum inn í bygginguna, sem Kínverjar höfðu hreiðrað um sig í. Hermönnunum tveim tókst jafnvel að komast al- veg inn í bygginguna. Og nokkrum sekúndum síðar heyrði Thondup tvær sprengingar og sá tvo heljar- mikla glampa þar. Þetta var fyrsta hríðin. Brátt magnaðist viðureignin og tekið var að berjast á fleiri stöðum. Handan Shagyaristrætis var samsafn húsa við þröng öngstræti. Voru sum öngstrætin aðeins þrjú fet á breidd. Húsaþyrping þessi lá alveg þétt að dómkirkjunni. Nóttina á undan hafði hóp tíbetskra hermanna og óbreyttra borgara tekizt að læðast að einu þessara húsa og komast þar upp á þak í skjóli myrkursins. Þeir voru vopnaðir vélbyssum og einni fallbyssu. Skyndilega sá Tohndup reyk gjósa upp uppi á þaki þessa húss, og svo heyrði hann fallbyssu- skot kveða við strax á eftir. Fall- byssukúlan lenti í miðjum hóp Kín- verjanna, sem voru uppi á þaki stórbyggingarinnar við torgið. Eitt augnablikið voru þeir enn þarna á þakinu, en á næsta augnabliki höfðu þeir horfið í reykjasvælu. Þetta olli mikilli reiði Kínverja, og streymdu þeir nú út úr húsinu vopnaðir léttum vélbyssum og dreifðu sér um Shagyaristræti. Eftir þessu höfðu Tíbetbúar ein- mitt verið að bíða. Og nú komu þeir streymandi að út úr öngstræt- unum. Á nokkrum sekúndum hafði Shagyaristræti breytzt í orrustu- völl, þar sem hundruð manna börð- ust upp á líf og dauða. Thondup reyndist ógerlegt að greina í sund- ur liðin í þeim allsherj arátökum, sem nú voru hafin. Það hljóta að hafa verið um 500 menn, sem átt- ust við þarna á torginu og í Sha-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.