Úrval - 01.05.1970, Síða 114

Úrval - 01.05.1970, Síða 114
112 ÚRVAL gyaristræti. Og það virtíst, sem þar væri að mestu barizt í návígi, líkt og verið væri að heyja þarna ótal einvígi. Síðan tóku menn úr báð- um liðum að týna tölunni, en gat- an og torgið urðu þakin föllnum og særðum mönnum. Tíbetbúar voru að bera þarna hærri hlut, og svo fór, að Kínverjar neyddust til þess að hörfa undan. Öllum var það ljóst, að Kínverj- um mundi veitast það auðvelt að brjóta á bak aftur hverja uppreisn, er til lengdar léti og þeir gengju milli bols og höfuðs á uppreisnar- mönnum. En Thondup áleit, að „framtíðin gæti ekki orðið verri en fortíðin“. Og því uxu árásir Tíbet- manna að ofsa og fífldirfsku. Þeir gerðu sér sem sagt grein fyrir því, að „þeir hefðu engu að tapa“. —- Mannslífin skiptu engu máli, svo framarlega sem það glötuðust að minnsta kosti tvö kínversk líf fyrir eitt tíbetskt. Því var eins farið hér og verið hafði í Austur-Berlín, Búdapest og Prag. Hér var um fólk að ræða, sem bað. þess eins að mega lifa í friði, fólk, sem hafði verið misboðið svo herfilega, að það gat ekki lengur reynt að þrauka á óvirkan hátt, heldur varð að hefj- ast handa. KRYPPLINGURINN f DÓMKIRKJUNNI Slíkar orrustur voru háðar um gervalla borgina þennan blóðuga föstudag. Það eru ekki til neinar nákvæmar tölur um mannfallið, en álitið er, að yfir 2000 tíbetskir óbreyttir borgarar hafi fallið. Mik- ill fjöldi lézt fyrir utan kínversku flutningamiðstöðina í borginni. Hópur manna hafði gengið óvopn- aður í fylkingu til byggingar þess- arar. Fólkið bar veifur með áletr- unum, söng ættjarðarsöngva og hrópaði andkínversk vígorð. Kín- verjar svöruðu þessum mótmælum á þann hátt, að þeir sendu út fjög- ur vélbyssulið, sem skutu á mann- fjöldann með hryllilegum afleið- ingum. Konur tóku oft þátt í bardögun- um. Margar báru heimagerðar ben- sínsprengjur, sem þær köstuðu svo að kínverskum varðmönnum. Það varð mikið mannfall meðal kvenn- anna. Þar á meðal dóu 20 konur, sem lokuðust inni í Kvenfélags- byggingunni, þegar kínverskir varð- menn umkringdu hana, og neituðu að gefast upp. Þær voru stráfelldar með vélbyssuskothríð. í hjarta Lhasaborgar var öllum götubardögum hætt, þegar komið var fram að sólsetri. Og nú um- vafði þögn borgina, þögn, sem virt- ist hlaðin spennu. Thondup hafði misst fjölmarga óbreytta borgara og rúmlega 200 Khambaskæruliða og hermenn. En samt tók hann strax til að skipuleggja hernað morgundagsins. Hann var næstum einangraður með liði sínu í dóm- kirkjunni. Lítið, en sterkt kínverskt herlið, sem var í Dhekyi-Wonang- kvikmyndahúsinu, hindraði hann í að fá viðbótarliðstyrk úr Lhasadal. Kvikmyndahús þetta var rétt utan við vesturborgarmúrinn. Tækist Tí- betbúum að ná kvikmyndahúsinu úr höndum Kínverja, mundi leiðin fram í dalinn opnast. Thondup ákvað að senda 70 sjálf-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.