Úrval - 01.05.1970, Page 117

Úrval - 01.05.1970, Page 117
HARMLEIKURINN í TÍBET fólki út fyrír borgina, jafnvel þótt ekki yrði um neina bardaga að ræða. Mundu Kínverjar bíða, með- an slíkt væri gert? Það var eins og verið væri að svara spurningu þessari, þegar tí- betskur hermaður kom með skila- boð frá Sumarhöllinni. Njósnarar höfðu komið með þær fréttir, að Kínverjar ætluðu að nota skrið- dreka sína næsta dag. Og þeir höfðu bætt því við, að fyrsta skotmark þeirra yrði einmitt dómkirkjan. OFSAREIÐI ÞJÓÐARINNAR Sunnudagsmorguninn 22. marz gerðu Kínverjar árásir úr þrem átt- um til þess að yfirbuga borgarbúa algerlega og ná allri borginni á sitt vald. Fallbyssukúlum rigndi niður á dómkirkjuna, og skotið var með vélbyssum á mannfjöldann á dóm- kirkjutorginu. Svo gerðist það, sem Thondup hafði verið varaður við. f fjarlægari enda Shagyaristrætis birtust nú þrír kínverskir skrið- drekar. Fyrstu skotmörk þeirra voru Tí- betbúarnir, sem voru enn í smá- virkjum í öngstrætunum handan dómkirkjunnar. Stjórnendur skrið- drekanna sveifluðu byssuhlaupun- um hægt hvern hringinn á fætur öðrum og hófu svo skothríðina með því að skjóta 9 kúlum. Þegar reyk- urinn og rykið var horfið, ginu við geysistórar eyður í húsaþyrpingun- um, þar sem kúlurnar höfðu sprungið, og aðalútvirki Tíbet- manna var bara rjúkandi rúst. Síð- an sveifluðu skriðdrekaskytturnar byssuhlaupunum aftur í áttina til ÍÍ5 dómkirkjunnar, og skriðdrekarnir lögðu nú af stað þangað. Nú hafði tekizt að fylgja nokkur þúsund flóttamönnum úr dóm- kirkjunni og húsagarði hennar til- baka inn í dalinn. En samt voru þar enn eftir nokkur þúsund menn, konur og börn. Og þetta fólk bjóst nú til furðulegrar varnar fyrir framan dómkirkjuhliðin. Fyrsta árásin á fólk þetta var gerð af kín- verskum hersveitum, sem komu æðandi út á Shagyaristræti, hleyp- andi af vélbyssum sínum. í reiðiofsa sínum þrýsti hinn tí- betski múgur fyrir framan dóm- kirkjuhliðin sér þéttar saman og reyndi að mynda þannig lifandi varnarvegg. Fólkið togaði og reif í kínversku hermennina, sem rudd- ust fram. Sumir Tíbetbúar voru með byssur, aðrir með lurka eða hnífa. Jafnvel slátrararnir, sem teljast til hinna útskúfuðu í Tíbet, komu nú æðandi út úr hverfi sínu með risastóra hnífa og ógnvænlega kjötkróka í höndum sér. Múgurinn mjakaðist áfram í áttina til skrið- drekanna. Það leið ekki á löngu, þangað til múgurinn var kominn að skriðdrekunum. Fólkið réðst gegn þeim með öllum tiltækum vopnum, hverju nafni sem nefnd- ust. í þrjár klukkustundir samfleytt tókst Tíbetbúum að hindra fram- sókn skriðdrekanna til dómkirkju- hliðanna. Tíbetbúum tókst jafnvel að brenna einn skriðdrekanna. Kín- versku vélbyssuskyttunum í Sha- gyaristræti tókst jafnvel ekki að brjóta vörn Tíbetbúanna á bak aft- ur þrátt fyrir geysilegt mannfall.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.