Úrval - 01.05.1970, Page 119

Úrval - 01.05.1970, Page 119
HARMLEIKURINN í TÍBET 117 niður vopn, og yrði þá allt fyrir- gefið. Þessari ræðu hans var tekið með háðslegum hrópum og köllum meðal Khambanna í kvikmynda- húsinu. En svo heyrðist önnur rödd í hátölurunum. Það var Tíbetbúi, sem talaði. „Nafn mitt er Ngabo,“ hóf rödd- in máls, ,,og þið vitið, að ég er meðlimur ríkisstjórnarinnar." Ngabo sagði að hætta yrði öllum bardögum. Hann sagði, að þetta væri skipun Tíbetstjórnar, en ekki Kínverja, því að tíbetska stjórnin hefði samþykkt að binda endi á uppreisnina. Ngabo fullvissaði sam- borgara sína um, að Dalai Lama hefði ekki verið drepinn, eins og margir segðu, heldur hefði honum verið rænt af ,,afturhaldsseggjum“. „Haldið aftur til vinnu ykkar. Legg- ið niður vopnin, og þá munuð þið halda áfram að vera frjáls.“ Síðan lauk hinni uppteknu ræðu skyndi- lega með ískurhljóði. Líklega voru það aðeins fáir, sem gerðu sér fyllilega grein fyrir því, hversu svik og landráð Ngabos voru djöfulleg, né því, að tíbetska stjórn- in hafði alls ekki gefið út neina fyrirskipun um, að bardögum skyldi hætt. En slíkt skipti reyndar engu máli fyrir þá, sem í kvikmynda- húsinu voru. Þeir tóku saman hin- ar fátæklegu föggur sínar, stungu skammbyssunum í belti sér og sverðunum í skrautleg slíðrin og héldu til fjalla til þess að halda baráttunni áfram þar. Thondup gerði sér einnig grein fyrir því, að uppreisnin hafði mis- tekizt. Hann bjó sig því til að yfir- gefa Lhasa. Hann var þess full- viss, að Dalai Lama tækist að kom- ast til Indlands, og hann ákvað að halda í suðurátt og halda áfram baráttunni við hlið þess manns, sem hann hafði þjónað allt lífið. Það voru engir Kínverjar á ferli, er hann yfirgaf kvikmyndahúsið. Tan hershöfðingi hélt mönnum sín- um frá strætunum, þangað til fólki væri orðið svolítið rórra í skapi. Thondup gekk hratt í áttina til Shagyaristrætis, þar sem hin ör- væntingarfulla viðureign hafði átt sér stað. Hann starði á byggingarn- ar, sem voru alsettar förum og göt- um eftir fallbyssukúlurnar, og á brunnu og sótsvörtu bjálkana í rústum hruninna og brunninna húsa. Það var fullt af rifnum sand- pokum og sandhrúgum um allar gangstéttir. Og alls staðar lágu lík manna og dýra. Hér og þar voru vonsviknir óbreyttir borgarar að halda heim til híbýla sinna. Allir virtust þögulir. Engin börn hrópuðu. Hundarnir þögðu jafnvel. Jafnvel betlararnir betluðu með því einu að gefa merki. Þeir hróp- uðu ekki, eins og vani þeirra var. Eithvað hafði gerzt, sem ekki var unnt að tjá með orðum. Og Thon- dup skynjaði mjög glöggt, hvað það táknaði. Þetta var þögn, sem bar vott um dauða mikillar og göfugar borgar. SÍÐASTI FJALLGARÐURINN Áætluðum tölum um fjölda fall- inna Tíbetbúa í viðureign þessari ber alls ekki saman, heldur eru þær óskaplega ólíkar. í yfirlýsingu, sem gefin var út í Nýju Delhi, er því haldið fram, að „50.000 kínverskir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.