Úrval - 01.05.1970, Síða 120

Úrval - 01.05.1970, Síða 120
118 kommúnistar og 15.000 Tíbetbúar hafi verið drepnir í bardögunum." Samkvæmt áreiðanlegri tölum virð- ist sem rúmlega 10.000 Tíbetbúar hafi ýmist fallið eða verið sendir í nauðungarvinnubúðir. En þetta var ekki eina tjónið, sem Tíbet mátti þola. Fall Lhasa ásamt fréttum um, að Dalai Lama væri á leið suður til Indlands, höfðu þau áhrif, að það hófst fjöldaflótti í suðurátt. Fjölmargar fjölskyldur, ríkar sem fátækar, tóku sig skyndi- lega upp og rifu sig upp með rót- um úr fyrra umhverfi. Það, sem rak á eftir þessu fólki, var óttinn við ógnarstjórn Kínverja. Fólk tók með sér það litla af eigum sínum, sem það komst með, og lagði á hina af- skekktu fjallastíga. Líkurnar fyrir því, að fólki þessu tækist að komast til Indlands, voru " !ar. bví að fæstir þorðu að halda eftir venjulegum lestastígum. Minni og afskekktari leiðirnar voru ókortlagðar. Þeir, sem héldu nú á fjöllin, máttu alltaf eiga það í vændum að komast ekki lengra. Þótt þeir kæmist yfir eitt fjalla- skarð í dag, gat farið svo, að þeir fyndu enga leið yfir næsta fjall- garð. Enginn mun nokkru sinni vita, hversu margir Tíbetbúar urðu blátt áfram úti á þessum flótta. Kínverj- ar náðu sumum og tóku þá af lífi, en börn þeirra voru send til Pek- ing. Sumir sultu í hel eða létust af kulda o? vosbúð á snævi þöktum tindum. Margir þeirra, sem komust suður til Indlands, áttu það aðeins munkunum í afskekktum klaustr- ÚRVAL um að þakka, að þeir sluppu þang- að heilir á húfi. Dalai Lama og fylgdarlið hans náði til Indlands eftir tvær vikur. Fyrst héldu þeir í áttina til Tsang- poárinnar, sem er 40 mílum fyrir sunnan Lhasa. Svo héldu þeir yfir erfitt fjallaskarð í 17.000 feta hæð. Þeir höfðu ferðazt næstum hvíld- arlaust í 17 tíma samfleytt, er þeir náðu til lítils ferjustaðar við Tsang- poána. Þeir vissu, að kæmust þeir yfir ána, þurftu þeir ekki eins og óttast eftirför Kínverja, því að um þau óskaplegu fjalllendi kæmust engar vígvélar. En þeir voru vissir um, að Kínverjar mundu senda herlið til þess að reyna að stöðva flótt- ann. Því tók öflugt lið Khamba- skæruliða sér stöðu við ferjustað- inn. Viku síðar háðu þeir þar ofsa- lega orrustu við stórt kínverskt herlið, sem var einmitt að leita Dalai Lama. Það varð mikið mann- fall hjá báðum liðum, og ferjan var sprengd í loft upp. ,.Ósýnilegt afl“ verndaði Dalai Lama og fylgdarlið hans það sem eftir var leiðarinnar. Á hverjum fjallshrygg, í hverju fjallaskarði, í hverju þykkni rhododendroonrunn- anna lágu hundruð Khambaskæru- liði í felum og fylgdust þögulir með ferðafólkinu. Þeir létu ekkert á sér bæra, en voru bara á verði eins og verndarvættir. Þeir sendu skilaboð frá einum fjallatindinum til annars þess efnis, að hinn guðlega konung- ur væri að nálgast. Jafnvel Dalai Lama sjálfum fannst andrúmsloft- ið þrungið einhverri dulúð, er hann hélt áfram ferð sinni, „vitandi, að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.