Úrval - 01.05.1970, Page 121

Úrval - 01.05.1970, Page 121
HARMLEIKURINN í TÍBET 119 þrátt fyrir þögnina vorum við um- kringdir tryggum, ákveðnum mönn- um, sem við sáum aldrei," eins og hann orðaði það síðar. Fréttirnar um uppreisnina og bardagana í höfuðborginni bárust Dalai Lama ekki fyrr en hann hafði ferðazt í fimm daga samfleytt. Þá fékk hann bréf frá einkaritara sín- um, sem hafði orðið eftir í borginni. í bréfinu var nákvæm lýsing á öllu því, sem gerzt hafði, þar á meðal lýsing á Sumarhöllinni sem yfir- gefnum, rjúkandi rústum, sem voru þaktar líkum. Einkaritarinn skýrði honum frá því, að Kínverjar hefðu gengið lík frá líki og skoðað and- litin vandlega, einkum andlit þeirra, sem klæddir voru munkakuflum, ef ske kynni, að Dalai Lama hefði fallið þarna þrátt fyrir allt. En ógnvænlegustu fréttirnar bár- ust honum nokkrum dögum síðar í útsendingu Pekingútvarpsins. Það tilkynnti, að Chou En-lai hefði leyst upp tíbetsku ríkisstjórnina, en í þess stað hefði verið skipuð „Und- irbúningsnefnd tíbetska sjálfsstjórn- arhéraðsins", sem Dalai Lama var formaður fyrir að nafninu til. Nga- bo var aðalritari hennar og vara- formaður. Heila viku í viðbót hélt Dalai Laroa og fylgdarlið hans áfram hægt suður á bóginn. Þetta var óskaplega erfið ferð, og menn urðu aumir í skrokknum af að sitja á hestbaki dag eftir dag. Þegar hóp- urinn nálgaðist indversku landa- mærin, skall á eitt það versta veð- ur, sem þeir höfðu lent í á leið- inni. Fyrst snjóaði óskaplega mik- ið, síðan kom rok og hellirigning. Og á síðasta áningarstaðnum svaf Dalai Lama í leku tjaldi. Næsta morgun leið honum óskaplega illa, og þegar hann reyndi að stíga á bak hesti sínum, komst hann að raun um, að hann gat ekki haldið sér uppi í hnakknum, heldur seig hann stöðugt út af. Það var ekki hægt að halda áfram. Regnið streymdi úr loftinu í stríðum straumum viðstöðulaust. Nokkrir fylgdarmanna hans leit- uðu að heppilegum áningarstað þarna í nágrenninu og fundu loks kofa smábónda eins. Þangað báru þeir Dalai Lama. Og því eyddi hann síðustu nótt sinni í Tíbet í litlu hreysi, sem var óhreint og svart af sóti. Á neðri hæðinni voru baul- andi nautgripir og uppi í rjáfri gargandi hænsni. Næsta morgun leið honum svolítið betur, en hann gat þó enn ekki setið hest. En bóndi einn bauð honum þá dýr það til reiðar, sem „dzo“ nefnist. Er það kynblendingur yakuxa og venju- legrar kýr. Það hefur breiðari hrygg en hestur. Þannig gat Dalai Lama haldið áfram-ferð sinni. Kannske hefur þessi rólynda skepna bjargað lífi hans, því að margir lamaprestar, sem höfðu óskaplegar áhyggjur af veikindum hans, ráðlögðu honum lengri hvíld þarna, þar eð þeir voru komnir svo nálægt landamærunum, að þeir álitu sig vera sloppna úr allri hættu, enda þótt kínverskir leitarflokkar væru nú í aðeins nokkurra mílna fjarlægð frá þeim. Hefði Dalai Lama dvalizt þarna 24 tímum leng- ur, hefðu Kínverjar að öllum lík- indum náð honum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.