Úrval - 01.05.1970, Side 127

Úrval - 01.05.1970, Side 127
ÆVINTÝRIÐ UM GRIMMSBRÆÐUR 125 voru aldir upp á siðavöndu, en hamingjusömu heimili, og bræðurn- ir tveir voru mjög samrýmdir. Þeir sóttu sama skóla, og lögðu báðir stund á lögfræði til að uppfylla síðustu ósk föðurins á banabeði. Þeir rituðu bækur saman. En þrátt fyrir þetta voru mennirnir tveir mjög ólíkir. Jakob var smávaxinn og tilgerð- arlegur með skarpleit, ljósblá augu. Hann var afburðagreindur, en jafn- framt alvörumaður að eðlisfari. Hann reykti ekki, drakk lítið og var ekki mikið gefinn fyrir sam- vistir við annað fólk. Hann dó pip- arsveinn. Wilhelm, sem var einu ári yngri, var hærri en bróðir hans, laglegur og brosleitur maður, geð- þekkur, og hafði blíð og dreymin augu. Hann var félagslyndur og naut þess að eyða kvöldum í hópi vina, er þeir sungu gömul þjóðlög. Báðir höfðu bræðurnir lag á að fá fólk til að segja sér ævintýri, en það var Wilhelm —• sem hafði yfir að búa einstakri frásagnarlist — er skrifaði þau niður í þeirri mynd, sem við þekkjum þau í. Þótt hann hefði ætíð haft gott auga fyrir fal- legum stúlkum, var hann orðinn fertugur, er hann loks gifti sig. Þegar loks að giftingunni kom (brúðurin var lyfsaladóttir, sem hafði aðstoðað hann við ævintýra- leitina), fékk hann því til leiðar komið, að Jakob fengi að búa hjá þeim hjónum. Og þótt Jakob væri alvörugefinn og siðvandur á yfir- borðinu, var hann hjartagóður í eðli sínu og varð brátt óaðskiljan- legur hluti af fjölskyldunni. Hann elskaði hin þrjú börn Wilhelms jafn mikið og væru þau hans eig- in börn. Heimilislífið var kátt og hamingjusamt. Börnin fengu að leika sér alls staðar í húsinu, nema í stóra vinnuherberginu hans Jak- obs. Það var bannstaður fyrir litlu ólátabelgina. Á hverju kvöldi sagði Wilhelm þeim eitt ævintýra sinna, áður en þau fóru að sofa. Bræðurnir helguðu fornfræði- rannsóknum 50 ár ævi sinnar. Þeir sökktu sér niður í gömul handrit og leituðu þar uppi efni í fjölda bóka, sem báru svo fræðilega titla sem Deutsche Rechtsalterthúmer (Fornþýzk lög) og Die deutsche Heldensage (Þýzkar hetjusagnir). Þeir höfðu tíu tungumál á valdi sínu og þýddu á þýzku gamlar sög- ur og goðsagnir frá Noregi, Dan- mörku, Skotlandi og írlandi. Mál- rannsóknir áttu hug bræðranna í slíkum mæli, að þeir áttu stóran þátt í að gera orðarannsóknir að umfangsmikilli vísindagrein. Það var þó einkum Jakob, sem fékkst við það starf, og hann hefur oft verið nefndur „faðir málvísind- anna“. Þótt bræðurnir hlytu mikið lof sem vísindamenn, var efnahagsleg afkoma þeirra ekki að sama skapi góð. Þeir höfðu gefið út metsölu- bók allra tíma, en fengu lítið sem ekkert fyrir hana í aðra hönd. Og er þeir loks höfðu öðlazt frægð af verkum sínum, hafði það engin áhrif á þá. Þeir lifðu fyrir starf sitt. Bræðurnir notuðu síðustu æviár- in til að semja mikla orðabók, sem hafði átt að verða hápunktur ævi- starfs þeirra. Því miður auðnaðist
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.