Goðasteinn - 01.03.1969, Page 16

Goðasteinn - 01.03.1969, Page 16
hann til húsagerðar, því að þá gætu konur ekki orðið léttari í því húsi. Ef reyniviður er hafður fyrir eldivið, vekur hann óvild milli beirra, sem umhverfis eldinn sitja. Á þessu hef ég heyrt þá skýr- ingu, að reynirinn brenni mjög illa og þurfi sífellt að vcra að bjástra við hann, og þykist þá annar kunna betur en hinn og valdi það óvináttu manna. Heimkynni reynisins eru um norðanverða Evrópu. Hann hefir verið fluttur sem skrauttré til Ameríku. Virðist margt benda til þess, að hann hafi verið tákn asks Yggdrasils, enda heitir hann „mountain ash“ á ensku. Til Færeyja hefir hann einnig verið flutt- ur og plantað þar kringum bæi. Hér á landi vex reynirinn víða á stangli innan um birkikjarr, í urðum og gljúfrum, og einnig hefir honum verið plantað við hús og bæi. Getur hann orðið allhátt tré og til mikillar prýði. Ymsar reynihríslur hafa orðið frægar fyrir fegurð og hæð hér áður fyrr. Elzta reynitré, sem nú lifir hér á landi, er frá 1797, og plantaði því danskur maður, Lever að nafni, við svonefnt Laxdals- hús á Akureyri. Aðalstofninn stóð fram yfir 1930, en var þá orðinn feyskinn mjög og er nú fallinn, en rótarskot hafa vaxið upp, svo að nú líkist hann stórvöxnum runna. Á Skriðu í Hörgárdal var nokkrum hríslum plantað árið 1826, og munu þær nú vera yfir 12 metra. Flestir munu kannast við reyninn í Nauthúsagili skammt fyrir innan Stóru-Mörk. Aðalstofninn mun hafa verið um 80 ára gamall, er hann féll í roki. En enn má klöngrast yfir gilið á þeim hríslum er þar vaxa. Helztu heimildir: íslenzkar þjóðsögur c-g Ævintýri, safnað hefir Jón Árnas m, Rvík 1954. Sturlunga saga, Guðni Jónsson bjó til prentunar, Rvík 1954. Snorra- Edda, Guðni Jónsson bjó til prentunar, Rvík 1954. Stefán Strfánssoi: Fló-a í;- lands III. útg., Ak. 1948. Þorvaldur Thoroddsen: Lýsing íslanTs, annað bindi, Khöfn 1911. Oddur Hjaltalín: íslenzk grasafræði, Khöfn 3 830. 14 Göðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.