Goðasteinn - 01.03.1969, Page 63

Goðasteinn - 01.03.1969, Page 63
Kjartan Leifur Magnússon: Bæjarstæðin þrjú í Hjörleifshöfða Haustið 1936 flutti Bárður Jónsson bóndi í Hjörleifshöfða burtu þaðan og gaf upp búskapinn. Enginn sótti um ábúð á jörðinni og hefir Höfðinn nú (1962) verið í eyði í 26 ár. Athugi maður þann möguleika, að Höfðinn byggist aftur, er vissulega fátt, sem bendir til þess, að svo verði, að minnsta kosti ekki í náinni framtíð. Túnið í Höfðanum er svo lítið, að þó það verði ræktað að hámarki, mundi það ekki gefa af sér meira en 200 hesta af heyi, en fáum mun nú þykja lífvænlegt að búa við svo lítinn heyskap þótt beitarlandið sé mikið og gott. Flestum mun líka þykja það mikill ókostur, hve bratt er upp Höfðann að túninu, en þar verður bærinn að vera, því hvergi annarsstaðar er nú bæjarstæði. En nú vita menn, að í Hjörleifshöfða væri hægt að rækta stórt tún, því víða hafa menn breytt örfoka sandauðnum í tún. Höfð- inn á sennilega ekki minna en 7500 hektara lands, sem er sandur. Ég segi sennilega, því nákvæmlega hefir það ekki verið mælt. En hvað mikið sem ræktað væri af sandinum, er víst, að næsta jökul- hlaup frá gjósandi Kötlu mundi sópa öllum gróðri burtu, svo hvergi sæi strá eftir. Það væri ekki fyrr en eftir nýafstaðið gos, sem ráðlegt myndi þykja að rækta sandinn kringum Hjörlcifshöfða. Goðasteinn 61

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.