Goðasteinn - 01.03.1970, Page 5
Þórður Tó/nasson:
„Ég man þá tíð"
Minningar Pórdísar
i Meiritungu
Þórdís Þórðardóttir
Heimilið að Hala í Holtamannahreppi hinum forna átti í
byrjun þessarar aldar forystu í framsókn Rangæinga til bættra
kjara og var jafnframt gróið að menningu gamalla sveitaheimila
eins og hún gerðist bezt. Þar bjó þá Þórður Guðmundsson alþing-
ismaður og formaður mestu félagsverzlunar Suðurlands á þeim
tíma, Stokkseyrarfélagsins. Þórður í Hala var fæddur að Kvíar-
holti í Holtum 28. október 1844, sonur Guðmundar Einarssonar í
Kvíarholti og Sigríðar Þórðardóttur á Efri-Hömrum, Erlendssonar.
Þórðarnafnið, hátterni og höfðingslund mun runnið frá Þórði Skál-
holtsráðsmanni í Háfi, er margir rekja ætt til. í ágætri heimild
um Þórð í Hala segir svo:
„Á yngri árum átti hann við þröngan kost að búa, síðar var
hann í vinnumennsku um mörg ár og fékk í kaup 32 krónur um
árið. En með hyggindum, dugnaði og óbilandi trausti á sjálfum
sér, samfara góðri greind, hóf hann sig til vegs og virðingar. Hann
menntaði sig að öllu leyti sjálfur; lærði t. d. að skrifa á þann
hátt, að hann skar sér penna úr fuglafjöðrum og notaði kálfsblóð
fyrir blek. Svo vel ruddi hann sér braut, að honum voru falin
Goðasteinn
3