Goðasteinn - 01.03.1970, Side 7

Goðasteinn - 01.03.1970, Side 7
Hali um aldamótin 1900. Ljósm. Sæm. S. Guðmundsson. SKÓLINN MINN Frásögn mín byrjar 1890. Þá var ég á fimmta ári, og á heim- ilinu voru tveir prestar, gamli uppgjafapresturinn sr. Jón Brynj- ólfsson og ungi presturinn sr. Ólafur Finnsson. Hann fékk Kálf- holtsþing í ársbyrjun 1890 og var fyrsta vetur hér eystra til heimilis í Hala. Haustið áður var varningsmaður á ferð heima og hafði m. a. sálmabækur til sölu. Fór ég þá til föður míns og spurði, hvort hann vildi ekki gefa hcnni Jónsu sálmabók, (en svo nefndi cg Jónínu systur mína) eins og eldri systrunum. Það varð að ráði, og Jónína sagði, að ég mætti syngja í bókinni eins og ég vildi. Sr. Ólafur tók að sér að kenna Gunnari bróður mínum að lesa og Jónínu kenndi hann kverið, en ég varð afskipt við kennsluna. Taldi sr. Ólafur, að ég væri of ung til að læra að lesa. Var ég heldur leið yfir þeim úrskurði. Þá var það einu sinni, að sr. Ólafur var að búa sig til messu og varð þess var, að ég sat með sálmabókina og söng. Hann hló þá við og sagði: „Nú syngur Dísa með lagi en þekkir engan stafinn“. Ég brást hin versta við og svaraði: „Ójú, ég þekki stóru stafina“! Goðasteinn 5

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.