Goðasteinn - 01.03.1970, Síða 8
Þá var stutt í, að ég væri allæs, og á sjöunda ári las cg Njálu
um vortíma fyrir gamla vinnukonu, Guðrúnu Sveinsdóttur frá
Sandhólaferju. Henni var það góð dægradvöl, og var viðkvæði
hjá henni, ef hik varð við lesturinn: „Lestu meira, stelpa mín“!
Tvcggja ára aldursmunur var á mér og Gunnari. Hann brýndi
mig með að vera búin að læra kverið, þegar ég yrði tíu ára, og
setti mér fyrir. Þetta tókst, og hljóp ég þá inn til sr. Jóns og sagði:
,,Nú er ég búin að læra kverið“. Þá fékk ég þessa vísu hjá gamla
manninum:
Þokki fylgir Þórdísi,
þóknun guðs og manna.
Bæði handa og bókvísi
blíðan prýðir svanna.
Nóg var til að lesa í Hala: íslendingasögurnar, Fornaldarsögur
Norðurlanda, Iðunn, Eimreiðin, svo að eitthvað sé nefnt. Faðir
minn keypti öll blöð, sem þá komu út: Þjóðólf, Isafold, Þjóðvilj-
ann, Austra, Bjarka, Island. Móðir mín keypti Kvennablaðið,
þegar það fór að koma út. Öllum þessum blöðum var haldið
saman frá ári til árs, og allt saup maður þetta í sig.
Alltaf var lesið hátt eða kveðnar rímur á vökunni. Gestir
tóku þátt í skemmtun og vinnu. Einu sinni var Jón skotti nætur-
gestur í Hala ásamt konu sinni. Hann var ágætur raddmaður og
kvað rímur fram undir vökulok, en kona hans tók ofan af ull.
Pabbi las oft sögur á vökum, þegar annir leyfðu, og stöku sinnum
kvað hann rímur. Passíusálmarnir voru alltaf sungnir um föstuna
og byrjað að leika undir á orgel við sönginn, þegar kom fram
um aldamótin 1900. Ég lærði að spila á orgel 16 ára gömul. Fram
á mína daga var sungið á grallarann við messur í Háfskirkju.
Eftir einni messu man ég þar með grallarasöng, og oft heyrði
ég hann hcima hjá sr. Jóni heitnum. Ekki fannst mér hann
skemmtilegur; þetta var einlægur kljásteinasöngur með rykkjum
og hnykkjum.
Fyrir aldamótin var gott lestrarfélag tekið til starfa í Þykkva-
bænum, og lestrarfélagið Þörf var þá í góðu gengi í Vetleifsholts-
og Bjóluhverfum. Þau höfðu bæði mikil áhrif til fróðleiks og
skemmtunar.
6
Goðasteinn