Goðasteinn - 01.03.1970, Page 13

Goðasteinn - 01.03.1970, Page 13
ert mátti lesa um kvöldið nema í sálmabókum og Biblíunni, en heimilið var vel búið að þeim bókum, sr. Jón átti meira að segja Guðbrandsbiblíu í mikið góðu skinnbandi. Á aðfangadagskvöld og gamlárskvöld fór Sigurður Þorbergsson vinnumaður vestur í Háfskirkju klukkan sex til að hringja kirkju- klukkunum, en því hafði hann vanizt, þegar hann var vinnu- maður á Staðnum hjá sr. Skúla Gíslasyni. Sigurður kom til okkar frá Þorvaldi á Þorvaldseyri. Hann var hjá okkur í 17 ár, lengi fjósamaður og mokaði út hesthúsin með okkur kvenfólkinu, þegar vertíð byrjaði. Hann varð síðast treystu- laus og hjartveikur, enda búinn að bera marga vatnsfötuna. Á gamlárskvöld var alltaf brenna vestur á hólnum, sameigin- leg fyrir alla bæina í Háfshverfinu. SUMARANNIR Um 70-80 ær voru venjulega í kvíum, og í fjósi voru 8-10 mjólkandi kýr, en alls 14 nautkindur í fjósi. Eftir fráfærur var aðcins setið í nokkra daga yfir ánum. Yfir fráfærulömbunum var setið í um viku, saman frá bæjum í Háfshverfi, inni við Kringlutjörn, fyrir innan sauðahúsin. Ærnar voru mjólkaðar í færigrindum fyrir framan tún. Seinni part sumars voru grindurnar bornar heim á tún. Framan af sumri, mcðan mjaltaðar voru tvær mjaltir í mál, voru þrjár mjaltakonur í kvíum. Mjaltafötin voru kastpils úr striga, strigasvunta og svart- ar úlpur úr vaðmáli, ófóðraðar, nefndar víðúlpur. I þeim var líka verið í engjaferðum og við rakstur á teig og við gegningar á vetrum. Eftir fyrri mjölt voru ærnar pentaðar með froðu upp á hrygginn. Kvíafötur, scm mjólkað var í, voru litlar en hellt í stærri fötur. Kvíærnar voru í haga ýmist fram í Nesi og austur í Nesi, við Ósana og inn í Bót, inn af bænum. Farið var að hleypa skyr seinni part vetrar, þegar kýrnar fóru að bera. Oft voru tvær til þrjár kýr bornar fyrir jól. Á sumrin var skyri safnað í tunnur. Það var látið síast mjög vel og tólg brædd yfir það, þcgar það var búið að brjóta sig. Venjulega var súrskyrshræra til matar á morgnana, þegar kom fram á vetur. Godasteinn 11

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.