Goðasteinn - 01.03.1970, Qupperneq 15
Eyrum var hægt að fara sex ferðir á dag. Pabbi fór oft á niilli,
en Hannes hlóð úr.
Heyskapur var sóttur í Safarmýri. Faðir minn hafði þar stóra
skák frá Ólafi í Lindarbæ. Var þá hafður bátur á Kálfalæk, heyið
af skákinni flutt að honum og dregið á honum til vesturlandsins.
Lækurinn var vatnsmikill en ekki breiðari en svo, að karlmenn-
irnir fleygðu tóbaksbauki á milli sín yfir hann.
Faðir minn lcigði Traustholtshólma í Þjórsá til slægna af P.
Nielsen verzlunarstjóra á Eyrarbakka, eftir að vötnin eyðulögðu
hcimaslægjurnar. Þar hafði áður verið bær. Bæjarstæðið var á
hóli eða hæð austan til í hólmanum. Önnur hæð var vestar. Óx
á þeim skúfelfting. Mýrlendara var sunnan og norðan til. Ekki
var legið við í hólmanum en farið á báti á milii. Þarna var svo
harðslægt, að til var, að 12 voru sláttumenn en tveir rökuðu. Einu
sinni var hlaðið upp hey þarna, en annars var heyið flutt í milli
á báti.
1 cngjaferðum áttum við kvenfólkið okkar eigin ístöð, sem
voru með tréstigi, en reiðver notuðum við ekkert. Hver maður
notaði líka sitt beizli og sömu hnappheldu ár eftir ár, og hver
hlutur átti ákveðinn snaga í hjallinum. Svona var reglufestan mikil.
Vel var lagt til heimilisins í slátrum og kjöti á ihverju hausti.
Gamlir sauðir voru um 100 og veturgamlir um 30. Gömlu sauð-
irnir gengu á vetrum inni í Háfsbót, inn undir Frakkavatni. Þar
var kvistlendi og kjarngóð jörð. Veturgömlu sauðirnir voru við
hús heima við bæ um gjafatímann.
GESTIR OG HEIMAMENN
Aldrei var gestalaust í Hala. Umferð var mikil frá haustnótt-
um og fram á jól, minnzt á vertíð, en þó mun sjaldan hafa liðið
dagur svo, að ekki bæri gest að garði. Stokkseyrarfélagsfundurinn
var venjulega í vikunni fyrir jólin og áður þurfti að ganga frá
öllum reikningum. Tveir og þrír menn voru við uppgjörið með
pabba fyrir fundina, oft um lengri tíma. Oftast unnu að því þeir
Ólafur Árnason verzlunarstjóri, Einar Árnason í Miðey, Þorsteinn
Thorarensen á Móeiðarhvoli og ívar Sigurðsson, kennari.
Um fundinn sjálfan voru gestirnir ekki færri en 30, svo vel
Goðasteinn
13