Goðasteinn - 01.03.1970, Page 24

Goðasteinn - 01.03.1970, Page 24
6. „Einar prestsonur“ cr Einar Sœmnndsson eldri, f. 1792, d. 15. maí 1866. Hann var sonur Sæmundar Einarssonar, er prestur var í Ásum 1797-1812, og konu hans Guðrúnar Einarsdóttur og bróðir Guðrúnar síðustu konu Bárðar í Hemru. - Einar var prestur, síðast í Stafholti. Kona hans var Kristjana Hansdóttir, norsk að ætt, og áttu þau nokkur börn, en enga afkomendur munu þau ciga í Skaftártungu. Ein dætra þeirra var Metta (f. 14. nóv. 1838, d. 10. des. 1922) amma Maríu Markan óperusöngkonu. 7. ,,Lengsta barnið úr Svínadal“ er sennilega Jón Runólfsson, f. um 1797, sonur Runólfs Jónssonar bónda í Svínadal og konu hans Þórunnar Oddsdóttur (systur Guðríðar konu Jóns Magnússonar á Kirkjubæjarklaustri). Jón bjó i Svínadal eftir föður sinn og átti kon'u þá, er Ingibjörg hét, dóttur Þorsteias Salómonssonar á Hunkubökkum og konu hans Katrínar Pálsdóttur. Þau áttu a. m. k. 10 börn. Eitt þeirra var Einar, er bjó í Svínadal eftir föður sin'i, fyrri maður Valgerðar Ólafsdóttur frá Steinsmýri. Sonur þeirra var Einar „brú- arsmiður“ í Reykjavík (f. 3 .sept. 1882) en dætur Guðlaug kona Eirrars Run- ólfssonar (foreldrar Katrínar á Háamúla og Guðlaugar á Heylæk) og Margrét kona Sveins Steingrímssonar í Langholti í Meðallandi. 8Vigfús Bótólfsso?i, f. 1797, drukknaði í Hólmsá 3. nóv. 1863, sonur Bótólfs Jónssonar á Borgarfelli og konu hans, Kristínar Isleifsdóctur. Hann ólst upp á Búlandi hjá Guðlaugu föðursystur sinni, móður Jóns á Búlandi (2.) Vigfús bjó fyrst í Svartanúpi, en lengst á Flögu. Hann var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Guðrún Árn'adóttir frá Hrífuncsi (systir Árna í Hrífunesi (3.)), og var hún ekkja cftir Jón Runólfsson á Borgarfelli, bróður Oddnýjar konu Jóns á Búlandi (2.). Seinni kona Vigfúsar var Sigríður Ólafsdóttír í Hclti í Álfta- verí, Gíslasonar. Vigfús átti börn mcð báðum konum sínum, og búa afkomendur hans nú á flestum bæjum í Skaftártungu, þ. e. á Flögu I. og II., Hemru, Borgarfelli, Búlandi, Hvammi, Svínadal, Múla og Hlíðarbæjunum þremur. 9. Hallvarður Hallvarðsson f. 1796 er sonur Hallvarðar Halldórssonar á Snæbýli og konu hans Arnbjargar Vigfúsdóttur. Hann er vikadrengur í Hrífu- nesi 1816, en 1845 býr hann á Neðri Þverá í Fljótshlíð, kvæntur Halldóru Eiríksdóttur frá Fróðholtshjálcigu á Rangárvöllum. Ekki munu niðjar þeirra vera í Sknftártungu. 10 og 11. „Jónar tveir“. Hér getur verið a. m. k. um þrjá Jóna að ræða: a. Jón Þorláksson f. 1797, d. 28. des. 1847, sonur Þorláks Jónssonar bónda á Flögu og Elínar Loftsdóttur konu hans. - Jón bjó fyrst í Svartanúpi, en seinna á Litluheiði í Mýrdal. Hann var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Þorgerður Bjarnadóttir á Borgarfclli, Gunnsteinssonar, en hin seinni Sigríður Sturludóttir á Þórustöðum í Grímsnesi, Jónssonar. Ekki mun hann eiga af- komendur í Skaftártungu, cn dóttir hans og Sigríðar var Þorgerður ljósmóð- ir á Litluheiði, amma Þorgerðar konu Einars Erlendssonar fulltrúa í Vík, Þorgreðar í Sólhcimakoti og Þorgcrðar í Þórisholti. b. Jón Jónsson, f. 1799, sonur Jóns Jónssonar, sem bjó í Ytri Ásum 1801 og 22 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.