Goðasteinn - 01.03.1970, Síða 26
22. Erlendur Björnsson, f. 1805 í Búlandsseli. - Veit ekki um hann annað
en það, að 1831 er hann niðursetningur á Borgarfelli, en 1835 vinnumaður
á Ljótarstöðum.
23. Björn Runólfsson, f. um 1801, bróðir Jóns í Svín'adal (7). Býr í Jórvík
í Álftaveri 1845, kvæntur Þórdísi Guðmundsdóttur. - Veit ekki um niðja þeirra.
24 og 15. ,,Tveir Sigurðar“:
a. Sigurður Bótólfsson yngri, f. 1801, bróðir Vigfúsar á Flögu (8). - Bóndi á
Ljótarstöðum. Kona hans var Hugborg Runólfsdóttir frá Svínadal (systir Jóns,
7. og Björns 23.). Þau áttu nokkur börn. Meðal þeirra var Þuríður (f. 1840,
d. 1916) móðir Stefáns kennara í Litla-Hvammi, Hannessonar og Sigurður
(f. 1848, d. 1909) er bjó á Ljótarstöðum eftir foreldra sína. faðir ÁrsæL
skólastjóra í Reykjavík.
b. Sigurður Árnason, f. 1797, d. 1860, bróðir Árna í Hrífunesi (3). Hann bjó
í Hvammi og var kona hans Halldóra Runólfsdóttir, systir Oddnýjar á Bú-
landi (2) og Gunnsteins og Þórhalla (15 og 16). Meðal afkomanda þeirra
eru Sigurjón á Borgarfelli og hjónin í Hvammi, Bárður og Sigurrós.
Tvær
vísur
Stingur angrið hringa heið
hungrið stranga spennir.
Syngur Manga, löngum leið,
lungun ganga í henni.
Óvíst um höfund.
Ef þú hrellin ert með rellu,
eykur hrelling frekast sig.
Kumla Elli vaskur á velli
verður á felli og tekur þig.
Þessi vísa er líklega eftir Einar á Jaðri í Þykkvabæ, ort um
1840. Erlendur Ólafsson í Kumla á Rangárvöllum var frægur
smiður. Þekkjast enn t. d. beizlisstengur smíðaðar af honum -
Vísurnar eru teknar eftir handriti Einars Einarssonar frá Berja-
nesi.
24
Goðasteinn