Goðasteinn - 01.03.1970, Page 40

Goðasteinn - 01.03.1970, Page 40
Ei/iíir H. Einarsson: „Undur yfir dundu upp úr Kötlugjá" Nú cru rétt 50 ár síðan Katla gaus síðast; nánast tii tekið, hóf hún gcs þá skömmu fyrir nón 1918. Frá næsta gosi á undan eru nú aðeins meir cn 108 ár, en það hófst í maí 1860. Um bæði þessi gos hefur allnokkuð verið skrifað, sérstaklega þó um það síðara, meira að segja gefin út sérstök bók í tilefni þess. Þegar um slíka atburði er skrifað, verða smáatriðin útundan og komast ekki á blað, þar sem þau hafa horfið í skugga. Smáatriðin eru þó jafnt hluti sögunnar sem þau, er mcira þykir um vert. Munnleg sagn- geymd alþýðu hefur varðveitt sumt, sem skrásetjurum hefur á sínum tíma ekki þótt til frásagna færandi. Á 50 ára afmæli síðasta Kötlugoss ætla ég að skrá hér nokkur smáatriði, sem ég hef ekki séð, að komizt hafi á bækur, og byrja þá á gosinu 1860. Það gos mun hafa verið með meinlausari Kötlu- gosum, og því hafa ekki farið miklar sögur af því eða óþægind- um, er það olli Mýrdælingum. Ekki fór samt svo, að bóndinn á Höfðabrekku, eða a. m. k. vinnumenn hans, yrðu ekki fyrir nokkrum óþægindum af völdum gossins. Á. Höfðabrekku bjó þá Jón Jónsson, kenndur við þá frægu jörð, Leirá í Borgarfirði, en eftir að hann komst til bús á Höfðabrekku og fékk umboð landssjóðsjarða, gekk hann ætíð undir nafninu Jón umboðsmaður. Næstu ár fyrir 1860 hafði afi minn, Þorsteinn Jónsson, verið fjár- maður hjá Jóni umboðsmanni, og kona hans, Guðrún Guðbrands- dóttir, verið þar vinnukona. Þetta vor höfðu þau ákveðið að fara frá Höfðabrekku og taka við búi í Skammadal hjá Jóni Þórðarsyni, föður Þorsteins. Nú hefði mátt ætla, að Kötlugosið þetta ár. ckki illvígara en það var, hefði lítt truflandi áhrif á 38 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.