Goðasteinn - 01.03.1970, Side 42

Goðasteinn - 01.03.1970, Side 42
Ekki þótti vit í öðrii en afi færi vaðbundinn yfir, svo hægt væri að draga hann til baka ef ófært reyndist. Til undirsctu við fjallsræturnar þurfti alla þá karlmenn, sem tiltækir voru, en einn heimilismann vantaði, Jónas söðlasmið, sem hleypt hafði hesti sínum undan hlaupinu suður í Hjörleifshöfða, er hann sá til þess, eins og víða hefur verið getið. Nú greip Jón til kvenfólksins og setti það í varðstöðu að fylgjast mcð ef mikil vatnsfylling brytist fram sandinn. Allar voru konurnar látnar hafa með sér vcifur, sem þær áttu að gera aðvart með ef þær teldu hættu á ferðum. Hafði afi sagt, að ekki hefði verið látið duga minna í veifur en hvítar rekkjuvoðir. Ekki þori ég að fullyrða, hvaða víða var á verði staðið, en þó er öruggt, að verið var á Léreptshöfði, Ossurhciði, Háfelli og Hálshlíðinni, suður á brún. Sjálfur stóð Jón á Léreptshöfði, því þar taldi hann mesta aðgætni þurfa, ef á viðvörun þyrfti að halda og hún bærist í tíma. Af afa er það að segja, að hann hafði við illan leik að troða sig suður yfir sandefjuna, en langan tíma hafði það tekið, því að svo að segja við hvert skref varð hann að reka stöng, sem hann var með, ofan í efjuna, sem við það þéttist svo fær varð. Honum gekk vel að handsama ærnar, sem ætluðu að taka á rás upp til hlíðarinnar en sátu þegar fastar í efjunni, þar scm hægt var að ganga að þeim. En nú var brautin þyngri að koma þeim upp yfir og ekki viðlit að fara með þær báðar í sömu ferð. Tók afi minn því aðra, batt saman fætur hennar og lét hana liggja, meðan hann kom hinni upp yfir, sem reyndist enginn hægð- arleikur. Síðan sótti hann þá, sem eftir var, og gekk það mikið betur, því þá var brautin farin að festast. Verst hafði hann talið, að víða voru jakar á lciðinni og sumir í kafi í sandefjunni, sem áttu til annað tveggja að síga eða sporðrísa ef á þá var stigið. Þessum jökum hafði hann kennt um, hversu lengi bleytan hélzt í sandinum, því bráðnun þeirra sá honum fyrir viðhaldsvatni. Þegar nú afi og ærnar voru komnar úr allri hættu, notuðu varð- konur rekjuvoðirnar til að gefa merki um, að varðstöðu mætti ljúka, cn nú var byrjað að veifa syðst í stað þess að byrja nyrzt, ef um hættu hefði verið að ræða. Meðan á þessu stóð, hafði 40 Goðastenm

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.