Goðasteinn - 01.03.1970, Side 44

Goðasteinn - 01.03.1970, Side 44
svo oftar varð að brýna en venja var. Minnist ég þess, að oft var það fyrsta umræðuefnið, þegar bændur hittust, fyrst eftir að sláttur hófst. Nokkuð mun hafa borið á þessu a. m. k. tvö næstu sumur og lengur, þar sem þýft var, ef ljárinn flymbraði þúfu. Ekki var örgrannt um, að sláttumenn og sérstaklega bændur hefðu um þetta miður falleg orð. Brátt kom þó annað í ljós, sem sízt varð til þess að bæta skap þeirra. Fram að sumrinu 1919 höfðu jafnan verið notaðar hrífur með trétindum. Mest var svo- nefndur brúnspónn notaður til tindagerðar. Fékkst hann í smá- bútum í verzlunum, og man ég ekki betur en hann væri seldur eftir vigt. Svo sögðu þeir mér, er mundu, að ef hrífa var vel tinduð í sláttubyrjun, var hún byrg út sumarið, nema oft vildi einn og einn tindur brotna. En nú skipti svo um til hins verra, að askan sleit tindunum svo skjótt, að ekki mun hafa verið sjald- gæft, að fjórum sinnum yrði að tinda upp hrífur rakstrarkvenna þetta sumar, og það þótti bændum sem vonlegt var í senn auk- inn kostnaður og fyrirhöfn. Þetta mun líka hafa verið síðasta sumarið í Mýrdal, sem almennt voru notaðar trétindahrífur. Þess í stað var farið að nota járntinda, sem annað tveggja voru bún- ir til úr venjulegum tveggja og hálfs tommu nöglum eða slétt- um vír, en frekar vildu tindar úr honum brotna. Þessir járn- tindar voru svo notaðir, þar til áltindar leystu þá af hólmi. Þetta sýnir, að Katla olli hér byltingu í gerð rakstrarhrífunnar. Þess hef ég þó hvergi séð getið í frásögnum af gosinu 1918. Um þessar mundir voru óvíða til hlöður yfir allan heyforðann, svo flestir urðu að geyma allmikinn hluta af heyi sínu í úti- heyjum, og voru þau ávallt varin með torfi. Þurfti því á mörg- um bæjum að rista mikið torf, ekki sízt, þar sem það var að nokkru einnig notað til eldsneytis. Nú varð það eins, þegar farið var að skera torfið eins og, þegar farið var að slá; askan úr Kötlu sagði til sín með þeim afleiðingum, að bitið í torfljánum entist illa. Torfskurður var aldrei talinn gott verk og þarna gat vont versnað. Sláttuljánum gerði askan ekkert til, þegar hún var komin ofan í jarðveginn, en eggina í torfljánum hélt hún áfram að skemma um næstu ár og mundi svo enn ef torf væri skorið. Sfðar kom fram annar óleikur öskunnar á þessu sviði. Þar sem 42 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.