Goðasteinn - 01.03.1970, Page 51

Goðasteinn - 01.03.1970, Page 51
að taka mig sem fastamann yfir árið og fékk ég aðeins tíma- vinnu yfir sumarið. Vann ég einkum við tilraunastörf, en þeim hafði ég vanizt í Danmörk, svo sem fyrr sagði. Var ég við þessi störf til októberloka. Gerði ég um sumarið margvíslegar gróður- athuganir eftir ,,Rundkers“ aðferð, og skipulagði Metúsalcm þessar rannsóknir með mér og hafði við mig samvinnu um fram- kvæmd þeirra. Þessar tilraunir voru fyrst gerðar á túnum í Reykjavík og þá á vegum Jarðræktarfélags Reykjavíkur. For- maður þess félags var þá Grímúlfur Ólafsson tollvörður og urðu samskipti okkar hin beztu. Skildi hann vel tilgang og markmið þessara rannsókna, en þær voru í því fólgnar að ákveða hvað hver tegund þekur af yfirborði túnanna. Er þá tilgreint hve oft hver tegund finnst og hve mörg prósent hún þekur af túninu. Kom sér nú vel þekking mín á blöðum jurtanna og veittist mér létt að greina tegundirnar eftir þeim auðkennum. Túnin voni flokkuð eftir aldri, áburði, haustbeit og vorbeit. Kom við þessar rannsóknir svipuð niðurstaða og staðfest hefur verið nú á seinni árum. Frá rannsóknum þessum var skýrt í Búnaðarritinu 1924, en þó er þar ekki nema úrdráttur úr stærri skýrslu, er ég samdi um þessar athuganir. Með Ragnari Ásgeirssyni, hinum forstjóra Gróðrarstöðvarinn- ar, starfaði ég mjög lítið, því að verkefni voru næg hjá Metú- salem þann tíma, sem jörð hélzt þíð. En kynni okkar Ragnars voru hin beztu og hefur vinátta haldizt með okkur alla tíð síðan. í byrjun nóvember um haustið varð ég atvinnulaus og hafði þá lítið fyrir stafni. Þó skrifaði ég smágreinar um jarðrækt, sem ekki er í frásögur færandi. Einnig vann ég að skýrslu um gróður- athuganir, sem var seinlegt verk og fremur illa borgað. Minnir mig að ég fengi aðeins kr. 1000 fyrir verkið. Ég bjó því við atvinnuleysi og fátækt og hafði samt fyrir heim- ili að sjá, þótt ekki væri það stórt. Um þetta leyti fór ég að huga að því að rannsaka grómagn og fræþyngd íslenzku fóður- grasanna. Helgi Jónsson grasafræðingur, Þórður Sveinsson læknir og Metúsalem Stefánsson voru málinu hlynntir og skildu nauð- syn þess. Rannsóknir á spírun og stærð íslenzku grasfrætegund- anna var mál, sem aldrei hafði verið rannsakað, en ljóst mátti Goðasteinn 49

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.