Goðasteinn - 01.03.1970, Page 55
fyrir nokkru lokið kandidatsprófi við Landbúnaðarháskólann í
Kaupmannahöfn. Var hann vissulega vel að sér bóklega, en ég
held að ég hafi haft meiri verklega æfingu, og víst er um það
að hann kom ekki með neitt nýtt á þessu sviði sem ég hafði
ekki kynnt mér rækilega. En um allt má deila og ekki sízt, þeg-
ar um bita og sopa er að ræða. Endirinn varð sá, að ég hélt
minni ráðningu og tók við þeim störfum, er hnigu að því að
skapa tilraunastöðina á Sámsstöðum. Og það skal tekið fram,
að við Guðmundur Jónsson, síðar skólastjóri á Hvanneyri, urð-
um engir óvinir og hafa hin beztu skipti jafnan verið með okkur.
í apríl 1927 seldi ég bú mitt í Reykjavík á opinberu uppboði
og fékk fyrir það talsverða upphæð, sem ég hafði umfram það
fé, er ég þurfti til að framfæra heimilið. Sverrir bróðir minn var
þá í 5. bekk Menntaskólans. Hann varð stúdent vorið 1928.
Niðurlag í næsta hefti.
Vísa Eiríks í Karlsskála
Þið hafið sofið vel og vært,
víst er ánægt hyggju bú.
Ljós upp runnið ljómar skært.
Lofið þið drottin piltar nú.
Goðasteinn
53