Goðasteinn - 01.03.1970, Síða 61
Glæsibæ og áður ritstjóra í Reykjavík. Hún var börnum sr.
Kjartans, þremur, hin bezta stjúpa og þeim mjög kær.
Prestshjónin ungu hófu búskap í Holti, svo sem sjálfsagt var
á þeim tíma - að prestar rækju bú. Holtið var kostajörð, en
þurfti mikils mannafla. Varð fjölmcnnt heimili hjá þeim og með
vaxandi barnahópi þeirra hjóna eitt hið fjölmennasta í sveitinni
Frú Sigríður var atgerfiskona og sómdi sér vel í prestskonustöð-
unni, var uppalin í Holti, nákunnug umhverfinu og kunni tök á
þcini verkefnum, sem fyrir lágu. Þó sr. Jakob væri uppalinn við
sjávarsíðuna, lá fljótlega opið fyrir honum í aðalatriðum starf
bóndans. Hann vann að bústörfum með verkafólki sínu eftir því
scm hann mátti við koma vegna embættis síns. Atorka hans og
kapp kom fram í hverju verki.
Yfir hcimilinu var léttur blær og þótti gestum gott þar að koma.
Frúin lék á orgel og söngvin voru þau bæði. Heimilið var í þjóð-
braut. Þar var viðkomustaður póstsins og þar kom símstöð, er
lögð var símalínan til Víkur 1914. Við prestinn áttu að sjálfsögðu
margir erindi, cg var mjög gestkvæmt hjá honum.
Vorið 1914 réðst til bús með sr. Jakobi Reykvíkingur, Guð-
brandur Magnússon prentari, kunnur ungmennafélagi, hafði ver-
ið sambandsstjóri UMFÍ. Höfðu þeir um árabil verið nákomnir
vinir. Þeir höfðu með sér félagsbú og var samvinna þeirra hin
bezta þau næstu ár. Guðbrandur fluttist aftur til Reykjavíkur ár-
ið 1917 og varð þá um stundarsakir ritstjóri Tímans - fyrsti rit-
stjóri hans, því blaðið var þá að hefja göngu sína. Fljótlega tók
við því Tryggvi Þórhallsson, síðar forsætisráðherra og stýrði því
næsta áratuginn, scm kunnugt er.
Sr. Jakob mun hafa verið kosinn í hreppsnefnd Vestur-Eyja-
fjallahrepps eftir 1920 og sýslunefndarmaður var hann síðustu
árin, sem hann dvaldist í Holti. Hann fór í framboð í sýslunni
fyrir Framsóknarflokkinn við alþingiskosningarnar 1927 en ekki
náði hann kosningu, sá einlægi umbótamaður.
Á skólaárum sínum var hann framarlega í flokki um stofnun
ungmennafélagsskaparins í Reykjavík og hann var meðal þeirra
áhugamanna í þjóðmálum, sem síðar stóðu að stofnun Fram-
sóknarflokksins.
Goðasteinn
59