Goðasteinn - 01.03.1970, Page 63
voru stofnuð á öndverðu ári 1919. Formaður var sr. Jakob Ó.
Lárusson í Holti, meðstjórnendur Sigurður Ólafsson, Núpi og
Sigurður Vigfússon, kennari á Brúnum - síðar bóndi á sama
stað.
Félagið var nefnt Kaupfélag Eyfellinga. Ekki munu nú varð-
vcittar neinar fundargerðir frá starfstíma þess, og er bagi að
gcta ckki séð hvernig forgöngumennirnir hafa lagt málið niður
fyrir sér í upphafi. Nær allir bændur í sveitinni gengu í félagið
cg að hausti sama árs var svo komið á fót samskonar deildum
í fleiri sveitum í sýslunni og stofnað Kaupfélag Hallgeirseyjar á
fundi í Miðey 20. nóv. 1919. Forstjóri Kaupfélags Hallgeirseyjar
var Guðbrandur Magnússon, sem áður getur; hann starfaði í Ha.!l-
geirsey næstu árin. Hans beið þarna erfitt starf við frumstæð skil-
yrði, ónógt húsnæði, fjárskort og samgönguerfiðleika, auk þess
sem félagsþroski er alltaf misjafn í hverjum hópi manna. En mað-
urinn var glöggur, góðviljaður og ósérhlífinn og lagði sig allan
fram við verkefni sitt.
Árið 1928 lét Guðbrandur af störfum við Kaupfélag Hallgcirs-
eyjar og varð forstjóri Áfengisverzlunar ríkisins, sem kunnugt
cr, og gegndi því unz hann lét af störfum sökum aldurs. Kaup-
félag Hallgeirseyjar var flutt í Hvolsvöll, nú Kaupfélag Rang-
æinga.
Sr. Jakob var glæsilegur kennimaður, vel ritfær, hugsunin skörp
og ekki bundin við stirðnaðar setningar. Orð Meistarans frá
Nazaret voru honum meira virði. Einn þeirra sálma, sem hann
hafði miklar mætur á og lét oft syngja við guðsþjónustur, var
sálmurinn númer 241 í núgildandi sálmabók: „Þinn andi Guð . . .“
Þann sálm hefði mátt kalla einkunnarorð fyrir ræðurn hans.
Hann vann sér mannhylli í sóknum sínum, fólkið fann í hon-
um leiðtoga og vin. Hann þúaði sveitunga sína og var það æði
ólíkt háttum annarra embættismanna á þeim tíma. í lögum UMFÍ
cr ákvæði um, að allir félagsmcnn skuli þúast, félagsandinn mót-
aður af bróðurhug. Einnig er sá siður meðal Vestur-Islendinga, að
þcir þúast innbyrðis og mun sr. Jakob hafa kunnað því vel í dvöl
sinni vestra.
Við stofnun Héraðsskólans á Laugarvatni var sr. Jakob sett-
Goðasteinn
61