Goðasteinn - 01.03.1970, Page 64

Goðasteinn - 01.03.1970, Page 64
ur skólastjóri hinn fyrsta starfsvetur i928-’29. Var eðlilegt að forsjármönnum skólans kæmi hann í hug sem æskilegur skóla- maður, er velja skyldi forstöðumann að þessu stóra skólaheimili. Sr. Jakob var einn af merkisberum ungmennafélaganna í upphafi, öruggur bindindismaður, víðsýni hans og áhugi alkunn, hrífandi persónuleiki hans hlaut að laða að sér hóp æskumanna. Mun sú hafa orðið raunin á að hann hafi notið vinsælda lærisveina og samverkamanna við skólann. Er ekki annað líkara en að hann hefði gegnt þessu starfi til frambúðar, ef heilsa hans hefði leyft. Að lokinni vetrardvöl við skólann tók hann aftur við kalli sínu, en það varð aðeins árstími, sem hann starfaði þar. Hann tók vanheilsu mikla og varð ekki læknishjálp að liði. Vorið 1930 fór hann til Reykjavíkur að leita sér lækninga; hann kom ekki aftur undir Eyjafjöll. Það var 11. maí 1913, sem hann messaði fyrst í Stóra-Dalskirkju, áður en prestskosning fór fram. Vera má að hann hafi áður messað í hinum kirkjunum í prestakallinu, Ásólfsskálakirkju eða Eyvindarhólakirkju. En vorið sem hann fór, messaði hann í Stóra- Dalskirkju 22. júní og varð sú messa hans síðasta. Margar vonir brugðust við þau tíðindi, að sr. Jakob þyrfti sjúkrahúsvist varanlega. Öðru hvoru vottaði fyrir batamerkjum í fyrstu að talið var, en svo liðu árin við þrotlausar þjáningar. Hann dvaldi rúmlega 7 ára skcið í sjúkrahúsi, rúmfastur sjúk- lingur og lézt þar 17. sept. 1937. Auðveldara er að hugsa sér en skrifa um þann vanda, sem frú Sigríði var á höndum, er maður hennar hlaut að yfirgefa heimili þeirra. Þau höfðu verið samtaka svo sem bezt varð á kosið, en nú kom á hennar herðar öll umsjá bús og barnahóps, samhliða áhyggjum af heilsu hans og framtíð þeirra. Margir góðir vinir þeirra hjóna munu hafa stutt hana á ýmsan hátt. Páll E. Ólason segir svo í ísl. æviskrám (III. b.) „Að ósk sóknarbarna hans var hann þó ekki leystur frá embætti fyrr en 1934, því hann var ást- sæll og þeir væntu bata hans.“ Börn þeirra hjóna voru á aldrinum 5-16 ára er sr. Jakob fór að heiman. Skulu þau hér talin sbr. Guðfræðingatal 1957: 62 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.