Goðasteinn - 01.03.1970, Síða 64

Goðasteinn - 01.03.1970, Síða 64
ur skólastjóri hinn fyrsta starfsvetur i928-’29. Var eðlilegt að forsjármönnum skólans kæmi hann í hug sem æskilegur skóla- maður, er velja skyldi forstöðumann að þessu stóra skólaheimili. Sr. Jakob var einn af merkisberum ungmennafélaganna í upphafi, öruggur bindindismaður, víðsýni hans og áhugi alkunn, hrífandi persónuleiki hans hlaut að laða að sér hóp æskumanna. Mun sú hafa orðið raunin á að hann hafi notið vinsælda lærisveina og samverkamanna við skólann. Er ekki annað líkara en að hann hefði gegnt þessu starfi til frambúðar, ef heilsa hans hefði leyft. Að lokinni vetrardvöl við skólann tók hann aftur við kalli sínu, en það varð aðeins árstími, sem hann starfaði þar. Hann tók vanheilsu mikla og varð ekki læknishjálp að liði. Vorið 1930 fór hann til Reykjavíkur að leita sér lækninga; hann kom ekki aftur undir Eyjafjöll. Það var 11. maí 1913, sem hann messaði fyrst í Stóra-Dalskirkju, áður en prestskosning fór fram. Vera má að hann hafi áður messað í hinum kirkjunum í prestakallinu, Ásólfsskálakirkju eða Eyvindarhólakirkju. En vorið sem hann fór, messaði hann í Stóra- Dalskirkju 22. júní og varð sú messa hans síðasta. Margar vonir brugðust við þau tíðindi, að sr. Jakob þyrfti sjúkrahúsvist varanlega. Öðru hvoru vottaði fyrir batamerkjum í fyrstu að talið var, en svo liðu árin við þrotlausar þjáningar. Hann dvaldi rúmlega 7 ára skcið í sjúkrahúsi, rúmfastur sjúk- lingur og lézt þar 17. sept. 1937. Auðveldara er að hugsa sér en skrifa um þann vanda, sem frú Sigríði var á höndum, er maður hennar hlaut að yfirgefa heimili þeirra. Þau höfðu verið samtaka svo sem bezt varð á kosið, en nú kom á hennar herðar öll umsjá bús og barnahóps, samhliða áhyggjum af heilsu hans og framtíð þeirra. Margir góðir vinir þeirra hjóna munu hafa stutt hana á ýmsan hátt. Páll E. Ólason segir svo í ísl. æviskrám (III. b.) „Að ósk sóknarbarna hans var hann þó ekki leystur frá embætti fyrr en 1934, því hann var ást- sæll og þeir væntu bata hans.“ Börn þeirra hjóna voru á aldrinum 5-16 ára er sr. Jakob fór að heiman. Skulu þau hér talin sbr. Guðfræðingatal 1957: 62 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.